Rússar lítið á ferðinni

Þota á vegum Aeroflot, stærsta flugfélags Rússlands. Mynd: Robert Aardenburg / Unsplash

Sala á flugmiðum frá Rússlandi nemur nú rétt um fimmtán prósentum af því sem var á sama tíma árið 2019. Þetta er töluvert minni samdráttur en mældist vikuna fyrir innrás rússneska hersins í Úkraínu þann 24. febrúar.

Og þeir fáu sem fljúga frá Rússlandi út í heim halda í nær öllum tilvikum til Miðausturlanda eða Asíu enda leiðin til vesturs að mestu lokuð.

Sri Lanka er sá áfangastaður sem er í einna mestum metum hjá rússneskum ferðamönnum þessa dagana. Þangað hafa nærri tvöfalt fleiri bókað flug síðustu tvo mánuði en það gerðu á sama tíma árið 2019 samkvæmt tölum greiningafyrirtækisins ForwardKeys. Umferðin frá Rússlandi til Maldíveyja er á pari við það sem var þá og samdrátturinn í bókunum á flugi til Kyrgyzstan er lítill.

Tyrkland og Sameinuðu arabísku furstadæmin halda líka ágætlega í fyrri vinsældir þrátt fyrir ástandið. Til þessara tveggja áfangastaða hefur líka sala á dýrustu sætunum í flugvélunum þrefaldast frá því sem var á sama tíma árið 2019.