Samfélagsmiðlar

Segja það ekkert aðalatriði að Google finni Play

Notendur Google Flights í New York fá ferðir Play ekki upp sem valkost ef ferðinni er heitið til Evrópu.

Sá sem nýtir flugleitarvél Google til að bera saman verð á flugi til og frá New York fær ekki áætlunarferðir Play upp sem valkost líkt og Túristi greindi frá í síðasta mánuði. Þá var unnið að því á vegum flugfélagsins að bæta úr þessu en ekkert hefur breyst. Áfram er Stewart International Airport, heimahöfn Play í New York, flokkaður sem flugvöllur í Newburgh hjá Google.

Þeir sem nota leitarvélina til að finna ferðir frá New York til Evrópu fara því á mis við Play og þar með ódýrari fargjöld í mörgum tilfellum. Sem dæmi þá er fyrsta ferð Play frá Stewart flugvelli á dagskrá þann 9. júní. Þann dag kostar ódýrasta farið þaðan til Parísar, með millilendingu á Keflavíkurflugvelli, 59 þúsund krónur ef flogið er tilbaka viku síðar. Google finnur hins vegar ekkert far á minna en 97 þúsund þennan dag frá New York til Parísar. Finna má fjölda álíkra dæma samkvæmt athugun Túrista.

Þriðjungi lægra verð

Spurð um gang mála þá segir Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, að samtalið við Google haldi áfram. Hún bætir því þó við að þetta sé ekkert aðalatriði því sala á flugi félagsins til og frá Stewart flugvelli fari mjög vel af stað.

Af fargjöldunum að dæma þá er eftirspurn eftir ferðum Play til Boston og Baltimore þó mun meiri. Í júní kosta farmiðarnir til þessara tveggja borga um þriðjungi meira en til New York. Munurinn er um sex þúsund krónur að jafnaði ef flogið er frá Keflavíkurflugvelli. Svo mikill verðmunur þýðir í raun að tekjur Play af flugi með þéttsetna þotu til Boston eru um einni milljón krónum meiri en til New York.

Völdu frekar JFK

Það var útlit fyrir að Play yrði ekki eina alþjóðaflugfélagið á Stewart flugvelli því Norse, nýtt norskt lágfargjaldafélag, hafði boðað komu sína þangað. Félagið valdi hins vegar JFK flugvöll í staðinn. Skýringin á því er skortur á þjónustu við fraktflutninga á Stewart flugvelli að sögn blaðafulltrúa Norse. Í ferðum Play til New York verður engu að síður boðið upp á vöruflutninga og segir Nadine Guðrún að það verði lítið mál þó frakt sé ekki ráðandi hlutur í starfsemi félagsins.

Fleiri minni flugvellir við borgina

Norse er ekki eina flugfélagið sem horfir til annarra flugvalla á New York svæðinu. Bandaríska lágfargjaldaflugfélagið Breeze ætlar sér til að mynda stærri hluti þar í borg og hóf nýverið sölu á ferðum frá Westchester flugvelli til Los Angeles, San Francisco og Las Vegas. Til viðbótar fljúga flugvélar Breeze líka frá flugvelli við John Arthur flugvöll á Long Island en Wow Air var á sínum tíma orðað hann.

Það stefnir því í að áfram verði umferðin um Stewart takmörkuð og til marks um það þá eru ein áætlunarferð á dagskrá flugvallarins í dag og tvær á morgun. Í öllum tilvikum verður flogið til Flórída.

 

Nýtt efni

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …