Sá sem nýtir flugleitarvél Google til að bera saman verð á flugi til og frá New York fær ekki áætlunarferðir Play upp sem valkost líkt og Túristi greindi frá í síðasta mánuði. Þá var unnið að því á vegum flugfélagsins að bæta úr þessu en ekkert hefur breyst. Áfram er Stewart International Airport, heimahöfn Play í New York, flokkaður sem flugvöllur í Newburgh hjá Google.