Skoða flugrekstur í Sádí-Arabíu

Þota Wizz Air sem nýtt er í áætlunarflug frá Abu Dhabi. Mynd: Wizz Air

Ráðamenn í Sádí Arabíu vilja þrefalda flugumferðina þar á næstu átta árum. Tilgangurinn með þessu er efla fluggeirann í landinu en líka ferðaþjónustuna. Liður í því að ná þessu takmarki er að laða til konungsríkisins erlend flugfélög og í morgun var tilkynnt um samstarf við lágfargjaldaflugfélagið Wizz Air um að leita tækifæra fyrir það félag í landinu.

Wizz Air hefur stækkað hratt síðustu ár og er orðið næststærsta lágfargjaldaflugfélag Evrópu. Auk þess opnaði félagið nýverið dótturfélag í olíuríkinu Abu-Dhabi. Næst á dagskrá gæti svo orðið útgerð hjá nágrönnunum í Sádí-Arabíu.