Skráning hafin á Iceland Travel Tech 

Ferðamenn í Reykjavík. Mynd: Gunnlaugur Rögnvaldsson

Fjórða árið í röð standa Íslenski ferðaklasinn og Ferðamálastofa að viðburðinum Iceland Travel Tech. Tilgangurinn er að tengja saman tækniaðila og ferðaþjónustu með það fyrir augum að efla samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun í íslenskri ferðaþjónustu að því segir í tilkynningu. 

Þar segir jafnframt að í ár verði þrjú mismunandi þemu á Iceland Travel Tech; nýrrar tækni, praktískar tækni og svo sjálfbærni og netöryggis.

Iceland Travel Tech fer fram þann 19. maí frá klukkan 13 til 16 í Grósku í Vatnsmýrinni en viðburðurinn er hluti af Nýsköpunarvikunni sem fram fer víða um borg og bý frá 16. til 20.maí. Þátttaka er öllum að kostnaðarlausu en skráning er nauðsynleg.