„Þá er hætta á að þið missið bæði flugfélögin“

Forstjóri airBaltic segir að hann yrði hugsi ef nýtt flugfélag kæmi inn á hans markað sem ætlaði sér að gera það sama og félagið hans en samt betur.

Martin Gauss, forstjóri airBaltic, hefur starfað í fluggeiranum í hátt í þrjátíu ár. Hann segir það ljóst að sá sem kemur inn á markaðinn með engar gamlar skuldbindingar hafi forskot á þá sem fyrir eru. Nýliðar verði þó að afla sér samninga, tengsla og fleira til að koma rekstrinum á flug. Myndir: airBaltic

„Ég myndi aldrei afskrifa nýliða á markaðnum svo lengi sem hann er með grundvallaratriðin á hreinu. Ef þú ert ekki með nægt fjármagn til að fara í gegnum krísur þá áttu engan séns. Og þú verður að vera með stjórnendur með mikla reynslu í fluggeiranum. Þetta lítur kannski út fyrir að vera einfalt en er í raun mjög erfiður rekstur. En ef þú ert með nægjanlegt fé og mjög öflugt teymi þá láttu vaða," segir Martin Gauss, forstjóri airBaltic, þegar Túristi biður hann um að leggja mat sitt á íslenska flugmarkaðinn í ljósi innkomu Play.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.