Þurfa að minnsta kosti 124 milljarða til að halda félaginu gangandi

Stærstu hluthafar SAS munu ekki koma félaginu til bjargar að mati forstjórans.

Anko van der Werff, forstjóri SAS. Mynd: SAS

Stjórnendur skandinavíska flugfélagsins SAS birtu í morgun uppgjör fyrir febrúar til apríl í ár og niðurstaðan er tap upp á 1,6 milljarð sænskra króna fyrir skatt. Upphæðin jafngildir um 21 milljarði íslenskra króna. Rekstrartapið (Ebit) nam rétt um 10 milljörðum króna en til samanburðar var tapið af rekstri Icelandair, á fyrsta fjórðungi, janúar til mars, 7,5 milljarðar króna og 1,7 milljarður króna hjá Play.

Í þessum samanburði verður að hafa í huga að tímabilin eru ólík. Hjá íslensku félögum er janúar meðtalinn en hann var miklu verri mánuður en apríl sem er hluti af uppgjöri SAS.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.