Samfélagsmiðlar

Þurfa að minnsta kosti 124 milljarða til að halda félaginu gangandi

Stærstu hluthafar SAS munu ekki koma félaginu til bjargar að mati forstjórans.

Anko van der Werff, forstjóri SAS.

Stjórnendur skandinavíska flugfélagsins SAS birtu í morgun uppgjör fyrir febrúar til apríl í ár og niðurstaðan er tap upp á 1,6 milljarð sænskra króna fyrir skatt. Upphæðin jafngildir um 21 milljarði íslenskra króna. Rekstrartapið (Ebit) nam rétt um 10 milljörðum króna en til samanburðar var tapið af rekstri Icelandair, á fyrsta fjórðungi, janúar til mars, 7,5 milljarðar króna og 1,7 milljarður króna hjá Play.

Í þessum samanburði verður að hafa í huga að tímabilin eru ólík. Hjá íslensku félögum er janúar meðtalinn en hann var miklu verri mánuður en apríl sem er hluti af uppgjöri SAS.

Mesti spenningurinn í kringum uppgjörið í morgun tengdist gangi mála í fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtæksins. Stjórnendur SAS vinna nefnilega að því að sannfæra áhafnir um að taka á sig kjaraskerðingu og kröfuhafa að breyta skuldum í hlutafé.

Þetta tvennt nægir þó ekki því félagið þarf að minnsta kosti 9,5 milljarða sænskra króna, um 124 milljarða kr., í nýtt hlutafé. Þetta kom fram í máli Anko van der Werff, forstjóra flugfélagsins, í morgun. Í viðtali við Dagens Næringsliv bætti hann við að það væri óhugsandi að stærstu eigendurnir, danska og sænska ríkið, myndu bjarga félaginu. Evrópusambandið myndi ekki gefa leyfi fyrir miklum ríkisstuðningi enn á ný.

Byrja á leigusölunum

Ríkissjóðir landanna tveggja eiga samanlagt 44 prósent af hlut í SAS í dag og eru jafnframt meðal stærstu kröfuhafa. Gert er ráð fyrir að þeirri skuld verði breytt í hlutafé. Samningaviðræður við flugvélaleigur, um að breyta helmingi sinna krafna í hlutafé, gætu orðið snúnari. Forstjóri SAS ítrekar hins vegar að leigusalarnir verði, líkt og starfsfólkið, að horfast í augu við þá staðreynd að ráðamenn í Svíþjóð og Danmörku muni ekki redda flugfélaginu með innspýtingu úr sjóðum almennings.

„Ég ætla að skapa óróa. Í dag er faraldurinn að baki, eftirspurnin í sumar er góð en hver veit hvað gerist í vetur. Það veit enginn. Eftir innrás Rússa í Úkraínu þá er rússneska lofthelgin lokuð. Við getum því ekki flogið til Asíu og verðum að endurskipuleggja flugflotann. Við erum með of margar langdrægar breiðþotur af gerðinni Airbus A330 og A350,“ segir Warff í viðtali við Dagens Nærlingsliv.

Verða að fá inn nýja fjárfesta

Spurður um hversu langan tíma SAS hefur til að ná samningum við kröfuhafa þá segir forstjórinn að það megi ekki taka meira en þrjá mánuði.

Það sama á við um nýja samninga við starfsmenn og þá aðallega flugmenn félagsins en upp úr samningaviðræðum slitnaði í lok mars sl. Engu að síður eiga sér stað óformlegar viðræður að sögn Werff forstjóra.

„Við eru öll á sama bát. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta um hvort einhver er til að setja fé í SAS. Við verður að fá inn fjárfesta sem eru tilbúnir til að veðja á félagið.“

SAS heldur úti Íslandsflugi frá bæði Ósló og Kaupmannahöfn en líkt og Túristi greindi frá í gær verður ekkert af áformum um beint flug hingað frá Stokkhólmi í sumar.

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …