Út í heim fyrir minna en 10 þúsund krónur

Ódýrt til útlanda fyrir þá sem geta lagt í hann í vikunni.

Þú kemst beint til Vínarborgar frá Íslandi á laugardaginn fyrir 8000 krónur. Farmiði til Mílanó er næstum fjórum sinnum ódýrari. Mynd: Ferðamálaráð Vínarborgar

Þó fargjöld séu almennt á uppleið þá er ennþá hægt að finna hræbillega flugmiða út í heim frá Keflavíkurflugvelli og jafnvel þó stutt sé í brottför. Þeir sem geta stokkið af stað með litlum fyrirvara geta til að mynda flogið til Mílanó á laugardagskvöldið fyrir aðeins 2.100 krónur.

Það er litlu dýrara að fara ti Feneyja og síðan er hægt að fljúga til Nantes í Frakklandi og höfuðborga Austurríkis og Ítalíu fyrir undir 10 þúsund krónur næstu daga. Gera má ráð fyrir að farmiði heim á ný kosti aðeins meira en þeir eru þó oftar en ekki mjög ódýrir líka samkvæmt athugun Túrista.

Það eitt að taka með sér hefðbundinn handfarangur hækkar fargjaldið töluvert en

25. maí: Wizz Air til Napólí: 9.800 kr.

26. maí: Transavia til Nantes fyrir 7.800 kr.

26. maí: Wizz Air til Rómar fyrir 8.400 kr.

28.maí: Wizz Air til Mílanó fyrir 2.100 kr.

28. maí: Easyjet til Mílanó fyrir 7.700 kr.

28. maí: Wizz Air til Feneyja fyrir 3.200 kr.

28. maí: Wizz Air til Vínar fyrir 8.000 kr.