Vertíðin hafin hjá Delta á Keflavíkurflugvelli

Allt frá því að bandaríska flugfélagið Delta hóf Íslandsflug fyrir 11 árum síðan þá hefur félagið nýtt minni Boeing þotur í upphafi vertíðar. Núna dugar ekki minna en 225 sæta breiðþota til að svara miklum áhuga á ferðum vestanhafs til Íslands og lenti ein slík á Keflavíkurflugvelli í dag eftir flug frá New York. Í lok maí hefst flug Delta frá Minneapolis/St. Paul og verður flogið daglega frá báðum borgum í allt sumar.

Þotur Delta fljúga héðan að morgni dags og lenda í Bandaríkjunum um hádegisbil að staðartíma. Farþegar frá Íslandi geta þar með nýtt sér fjölda tenginga Delta samdægurs frá alþjóðaflugvöllunum tveimur til áfangastaða í Norður-Ameríku og Suður-Ameríku að því segir í tilkynningu.

Icelandair og Delta eru ein um áætlunarferðir héðan til New York þessa dagana en brátt hefst Íslandsflug United frá heimsborginni og jómfrúarferð Play þangað verður farin í byrjun júní. Líkt og Túristi greindi frá í lok síðustu viku þá er meðalverð félaganna á flugmiðum á þessari leið í júlí mismunandi hátt.