Þegar Wow Air var á mestri siglingu þá var ekkert annað félag eins stórtækt í flugi héðan til Spánar. Strax eftir fall Wow Air greindu stjórnendur Icelandair frá áformum sínum um taka markaðinn yfir enda væntanlega séð í kaupviðræðum sínum við Skúla Mogensen að þarna væri eftir talsverðu að slægjast.