Ásta María tekur við af Hilmari

Ásta María Marinósdóttir og Þóra Matthildur Þórðardóttir.

Hilmar Stefánsson hefur ákveðið að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Special Tours og við stöðunni tekur Ásta María Marinósdóttir sölustjóri fyrirtækisins. Ásta María hefur unnið hjá Special Tours frá árinu 2013 og verið sölustjóri síðustu sjö ár.

Samhliða þessum breytingum tekur Þóra Matthildur Þórðardóttir við sölu- og markaðsmálunum.

Special Tours gerir út frá gömlu höfninni í Reykjavík og býður meðal annars upp á hvalaskoðunarferðir, norðurljósaferðir á sjó, lundaskoðunarferðir og sjóstangaveiði. Hvalasýningin Whales of Iceland og kaffihúsið Reykjavík Röst er einni undir hatti Special Tours.