Samfélagsmiðlar

Bandarískir ferðamenn njóta dollarsins

Efnahagsmál heimsins eru viðkvæm um þessar mundir, með mikilli verðbólgu og háu vaxtastigi. En á sama tíma og verðlag fer hækkandi og allur kostnaður geta bandarískir ferðamenn þó yljað sér við það að dollarinn er sterkur.

Ferðafólk á leið í hvalaskoðun

Bandaríkjamenn eru stór hluti ferðafólks í Reykjavík þessa dagana.

Bandaríkjamenn streyma til Íslands og annarra Evrópulanda í sumarfrí. New York Times skrifar um það hvernig hagstætt gengi dollars gagnvart evru léttir þungann af annars háum ferðakostnaði í dýrtíðinni 2022.

Árið 2008 kostaði evran 1,58 dollara en er komin í um 1,04. Svipað er að segja um stöðuna gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Þetta hefur það í för með sér að bandarískur ferðamaður getur fengið meira fyrir minna – ef verðhækkanir hafa ekki étið upp hagstæðan gengismun. Dæmi er tekið af fimm evru vínglasi sem kostaði um átta dollara 2008 en nú aðeins 5,20. Leiguíbúð í París sem kostar um 104 dollara í sumar hefði kostað 158 árið 2008.

Hagfræðingar búast við að dollar verði u.þ.b. á pari við evru í árslok, einn á móti einni. Það hefur ekki gerst í 20 ár. Bandaríski seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti til að vinna á verðbólgunni og hefur það dregið að fjárfesta, sem eru jafnframt að leita að meira öryggi með sína peninga á meðan stríðið varir í Úkraínu. Þetta hefur verið tilhneigingin: Þegar óvissa er í heiminum leita fjárfestar í vaxandi mæli til Bandaríkjanna og það styrkir dollarann.

Eigandi ferðaskrifstofu í New York, sem sérhæfir sig í Evrópuferðum, líkir áhrifunum af hækkandi gengi dollars við sætuefni fyrir þá ferðamenn sem íhugi ferð til Evrópu í sumar þrátt fyrir hærri ferðakostnað og verðlag almennt. Sterkur dollar dregur úr beiskjunni sem fylgir hærri verðmiðum.

Evrópuferðin er sannarlega dýrari í ár en í fyrra en gengi dollarans mildar áhrifin verulega, t.d. er hagstæðara fyrir Bandaríkjamanninn að kaupa hótelherbergi í Evrópu heldur en heimafyrir – vegna gengisins. Hóteleigendur í París fagna góðum bókunum og leyfðu sér lítillegar hækkanir í ljósi eftirspurnar. Þeir gættu þó hófs í hækkunum til að hræða ekki burt viðskiptavinina. „Við viljum að fólk snúi til baka til Parísar, verði ánægt þar, og greiði sanngjarnt verð fyrir,“ segir einn hóteleigandinn við The New York Times.

Ráðin sem blaðið gefur bandaríska ferðamanninum eru kunnugleg: Greiddu með kreditkorti án kostnaðar við gengisyfirfærslu, taktu út reiðufé í gjaldeyri viðkomandi lands í hraðbanka og forðastu þá sem annast kaup og sölu gjaldeyris gegn þóknun á flugvöllum og brautarstöðvum. Veldu ævinleg að greiða í gjaldeyri viðkomandi lands þótt þér bjóðist að gera kaupin í dollurum.

En það er ekki aðeins hagstætt gengi dollars sem gerir bandarískan ferðamann sáttari en ella að ferðast erlendis. Margir áfangastaða þeirra eru enn að jafna sig eftir heimsfaraldurinn. Ekki er jafn yfirfullt af ferðamönnum og fyrir heimsfaraldur – og heimafólk gleðst yfir því að sjá ferðamanninn að nýju.

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …