Beint flug milli Íslands og Montreal á ný

Þotur Air Canada verður nú sýnilegar Keflavíkurflugvelli á ný. MYND: ISAVIA

Air Canada hóf í vikunni á ný sumarvertíð sína á Keflavíkurflugvelli en kanadíska félagið mun næstu mánuði fljúga hingað daglega frá Toronto og Montreal til skiptis. Þar með er á ný hægt að fljúga héðan beint til frönskumælandi hluta Kanada en á árunum fyrir Covid-19 var hægt að velja á milli ferða þriggja flugfélaga til Montreal. Í byrjun júlí ætlar Icelandair taka upp þráðinn í sínum ferðum til borgarinnar en félagið heldur auk þess úti reglulegum ferðum til Toronto.

„Air Canada er mikils metinn samstarfsaðili og við hlökkum til að sjá okkar mikilvæga samband halda áfram að þróast á komandi árum. Endurkoma Air Canada er skýrt merki þess að Ísland er spennandi og vinsæll áfangastaður,“ segir Grétar Már Garðarsson, forstöðumaður flugfélaga og leiðaþróunar hjá Isavia, í tilkynningu.

Þar bendir Marc Sam, umsjónarmaður Íslandsflugs Air Canada, á að Íslendingar geti ekki aðeins nýtt sér ferðir kanadíska flugfélagsins til að fljúga til Kanada því félagið bjóði líka upp á tengiflug til fjöldamargra borga í Norður- og Suður-Ameríku.