Ekki rétt að útmála sem láglaunastétt

Heildartekjur starfsfólk í ferðaþjónustu eru víða þokkalegar, enda liggur mikil vinna að baki, bæði á kvöldin og um helgar. „Mér finnst ekki sanngjarnt að útmála starfsfólk í ferðaþjónustu sem láglaunastétt," segir Sigurlaug Gissurardóttir á gistiheimilinu Brunnhóli.

Sigurlaug á Brunnhóli með heimagerðan Jöklaís. Mynd: ÓJ

Upplýsingar sem finna má í skýrslu um launa- og tekjuþróun í ferðaþjónustu undanfarin ár og birt er í Mælaborði ferðaþjónustunnar styðja það álit Sigurlaugar Gissurardóttur á gistiheimilinu Brunnhóli á Mýrum í Hornafirði að það megi fá góðar tekjur í greininni. Gögnin eru frá Byggðastofnun og Hagstofu Íslands. Samkvæmt skýrslunni voru meðaltekjur í ferðaþjónustu hæstar í Skaftafellssýslum árið 2019. Þar kemur líka fram að 36 prósent atvinnutekna þarna á suðausturhorninu hafi orðið til í greinum ferðaþjónustunnar.

Suðausturhornið skilar góðum tekjum

Athyglisvert er að sjá að ferðaþjónustan skilar um 40 prósentum af atvinnutekjum kvenna í Skaftafellssýslum. Á landinu öllu eru fleiri konur en karlar sem treysta á tekjurnar í þessari nýju stóriðju landsmanna. Í talnaefninu á Mælaborði ferðaþjónustunnar sést þvílíkur vöxtur hefur orðið í greininni.

Höldum okkur við Skaftafellssýslur. Þar hafa tekjurnar hækkað um tæp 458 prósent á árunum 2012 til 2019 á sama tíma og þær hækkuðu um tæp 240 prósent á landsvísu. „Ég fer ekkert leynt með það að ef ferðaþjónusta hefði ekki farið af stað í dreifbýlinu væru byggðirnar hrundar," segir Sigurlaug. Þetta á þá ekki síst við um sveitirnar undir Vatnajökli. Þar eru margir vinsælustu ferðamannastaðir landsins.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.