Samfélagsmiðlar

Ekki rétt að útmála sem láglaunastétt

Heildartekjur starfsfólk í ferðaþjónustu eru víða þokkalegar, enda liggur mikil vinna að baki, bæði á kvöldin og um helgar. „Mér finnst ekki sanngjarnt að útmála starfsfólk í ferðaþjónustu sem láglaunastétt," segir Sigurlaug Gissurardóttir á gistiheimilinu Brunnhóli.

Sigurlaug á Brunnhóli með heimagerðan Jöklaís.

Upplýsingar sem finna má í skýrslu um launa- og tekjuþróun í ferðaþjónustu undanfarin ár og birt er í Mælaborði ferðaþjónustunnar styðja það álit Sigurlaugar Gissurardóttur á gistiheimilinu Brunnhóli á Mýrum í Hornafirði að það megi fá góðar tekjur í greininni. Gögnin eru frá Byggðastofnun og Hagstofu Íslands. Samkvæmt skýrslunni voru meðaltekjur í ferðaþjónustu hæstar í Skaftafellssýslum árið 2019. Þar kemur líka fram að 36 prósent atvinnutekna þarna á suðausturhorninu hafi orðið til í greinum ferðaþjónustunnar.

Suðausturhornið skilar góðum tekjum

Athyglisvert er að sjá að ferðaþjónustan skilar um 40 prósentum af atvinnutekjum kvenna í Skaftafellssýslum. Á landinu öllu eru fleiri konur en karlar sem treysta á tekjurnar í þessari nýju stóriðju landsmanna. Í talnaefninu á Mælaborði ferðaþjónustunnar sést þvílíkur vöxtur hefur orðið í greininni.

Höldum okkur við Skaftafellssýslur. Þar hafa tekjurnar hækkað um tæp 458 prósent á árunum 2012 til 2019 á sama tíma og þær hækkuðu um tæp 240 prósent á landsvísu. „Ég fer ekkert leynt með það að ef ferðaþjónusta hefði ekki farið af stað í dreifbýlinu væru byggðirnar hrundar,“ segir Sigurlaug. Þetta á þá ekki síst við um sveitirnar undir Vatnajökli. Þar eru margir vinsælustu ferðamannastaðir landsins.

Uppbygging miðaðist við fárra nátta gistingu

Sigurlaug og maður hennar, Jón Kristinn Jónsson, byrjuðu með gistiþjónustu í þremur herbergjum á Brunnhóli árið 1986. Þau komust fljótt að því að á þessu svæði væri skynsamlegt að miða við skamma dvöl gesta. „Þetta er auðvitað einn vinsælasti viðkomustaður ferðafólks á landinu. Hér er stutt frá fjalli ofan í fjöru. Eftir tvo til þrjá daga hafa flestir séð það helsta og vilja halda áfram.“

Niðurstaðan varð sú að stækka gistiaðstöðuna og nú eru herbergin orðin 33. Þá er gestum til ánægjuauka framleiddur á Brunnhóli rjómaís úr umframmjólk búsins. Er svo komið að Jöklaísinn er eitt helsta aðdráttarafl staðarins. Nóg er að gera á stóru heimili. Það var þó ekki fyrr en árið 2010 að fjölskyldan sá sitt óvænna og ákvað að ráða utanaðkomandi fólk í vinnu. Nú starfa 14 manns á gistiheimilinu á Brunnhóli, þar af 12 útlendingar, frá Ungverjalandi, Slóvakíu, Tékklandi, Rúmeníu, Spáni, Portúgal og Hollandi. Sannarlega alþjóðlegur andi á þessum vinnustað í sveitinni.

Kýrnar ekki jafn bindandi og ferðafólkið

„Manni þóttu kýrnar bindandi en þær voru hátíð miðað við ferðamennina,“ segir Sigurlaug glottandi og bætir við: „Maður gat líka verið í fýlu!“ En það gengur ekki í ferðaþjónustunni. Gestgjafinn þarf að taka brosandi á móti öllum. En þó að mikið sé að gera þá upplifir Sigurlaug vinnuna ekki sem einhvern þrældóm. Vinnudagurinn sé vissulega langur og oft sé hún þreytt – ekki þó endilega líkamlega. „Þú þarft að gefa mikið af þér allan daginn, brosa við gestum og starfsfólki.“ Sigurlaug viðurkennir að þetta starf allt sé lífstíll, svo gripið sé til tískuorðs til að lýsa þessum lífsmáta að vera gestgjafi í sveit. „Skemmtilegast í þessu er að hitta fólkið – og sjá hlutina ganga upp.“

Miklir tekjumöguleikar

Farsæll rekstur gistiheimilis á landsbyggðinni byggist á því að eigendur hafi vökult auga með öllu og að gott starfsfólk fáist – haldist í vinnu og njóti sín. Víða vantar starfsfólk og það getur skapað mikil vandræði. Sigurlaug telur að skýringuna sé ekki endilega að finna í launakjörum. Fólk geti fengið góð laun á skömmum tíma þó vissulega sé það með mikilli vinnu. „Íslendingar vilja ekki vinna úti á landi og alls ekki í sveit, helst ekki nema í dagvinnu, og geta svo farið í frí þegar þeim dettur í hug. Er ekki bara orðinn skortur á starfsfólki mjög víða?“ spyr gistihúseigandinn, sem staðið hefur vaktina í 36 ár meðfram því að sinna fjölskyldu og vera á kafi í félagsmálum ferðabænda og sveitarfélagsins. Hún bætir þó við og gleðst yfir því að ungt fólk er að flytjast í sveitina til að sinna rekstri í ferðaþjónustu, sumt tengist gistingu en annað jöklaleiðsögn. Íshellaferðir og skoðunarferðir um Jökulsárlón er grundvöllur ferðaþjónustu á svæðinu um vetrartímann. Þannig að myndin er ekki máluð einum lit.

Ekki má kaffæra sjarmann

Sigurlaug sér bara fyrir sér að ferðaþjónustan vaxi en á sama tíma er hún dálítið uggandi. „Hversu lengi þolum við þennan vöxt? Hvenær kaffærum við einfaldlega sjarmann við að koma til Íslands?“ spyr hún. Margt fólk komi aðeins til að skoða frægustu staðina og til að taka sjálfu fyrir samfélagsmiðla en eftirsóknarverðast sé ferðafólkið sem kann að meta að sjá og kynnast lífinu í landinu – sjá kindur og hesta í túni eða haga, fólk við sveitarstörf, fylgjast með lífinu við höfnina. Og það er fjölskyldureksturinn í ferðaþjónustunni sem best tengir ferðamanninn við lífið í landinu, segir Sigurlaug á Brunnhóli. „Margir gesta okkar eru vel menntaðir og efnaðir, hafa gist nægilega oft á stöðluðum hótelherbergjum en sækjast eftir því að kynnast einhverju nýju – einhverju sem þeim þykir sérstakt.“


Þú færð aðgang að öllu efni Túrista næstu tvo mánuði fyrir 2.000 kr. Notaðu afsláttarkóðann SUMAR2022 hér. Áskrift endurnýjast á fullu verði í framhaldinu en alltaf hægt að segja upp.

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …