Samfélagsmiðlar

Ekki rétt að útmála sem láglaunastétt

Heildartekjur starfsfólk í ferðaþjónustu eru víða þokkalegar, enda liggur mikil vinna að baki, bæði á kvöldin og um helgar. „Mér finnst ekki sanngjarnt að útmála starfsfólk í ferðaþjónustu sem láglaunastétt," segir Sigurlaug Gissurardóttir á gistiheimilinu Brunnhóli.

Sigurlaug á Brunnhóli með heimagerðan Jöklaís.

Upplýsingar sem finna má í skýrslu um launa- og tekjuþróun í ferðaþjónustu undanfarin ár og birt er í Mælaborði ferðaþjónustunnar styðja það álit Sigurlaugar Gissurardóttur á gistiheimilinu Brunnhóli á Mýrum í Hornafirði að það megi fá góðar tekjur í greininni. Gögnin eru frá Byggðastofnun og Hagstofu Íslands. Samkvæmt skýrslunni voru meðaltekjur í ferðaþjónustu hæstar í Skaftafellssýslum árið 2019. Þar kemur líka fram að 36 prósent atvinnutekna þarna á suðausturhorninu hafi orðið til í greinum ferðaþjónustunnar.

Suðausturhornið skilar góðum tekjum

Athyglisvert er að sjá að ferðaþjónustan skilar um 40 prósentum af atvinnutekjum kvenna í Skaftafellssýslum. Á landinu öllu eru fleiri konur en karlar sem treysta á tekjurnar í þessari nýju stóriðju landsmanna. Í talnaefninu á Mælaborði ferðaþjónustunnar sést þvílíkur vöxtur hefur orðið í greininni.

Höldum okkur við Skaftafellssýslur. Þar hafa tekjurnar hækkað um tæp 458 prósent á árunum 2012 til 2019 á sama tíma og þær hækkuðu um tæp 240 prósent á landsvísu. „Ég fer ekkert leynt með það að ef ferðaþjónusta hefði ekki farið af stað í dreifbýlinu væru byggðirnar hrundar,“ segir Sigurlaug. Þetta á þá ekki síst við um sveitirnar undir Vatnajökli. Þar eru margir vinsælustu ferðamannastaðir landsins.

Uppbygging miðaðist við fárra nátta gistingu

Sigurlaug og maður hennar, Jón Kristinn Jónsson, byrjuðu með gistiþjónustu í þremur herbergjum á Brunnhóli árið 1986. Þau komust fljótt að því að á þessu svæði væri skynsamlegt að miða við skamma dvöl gesta. „Þetta er auðvitað einn vinsælasti viðkomustaður ferðafólks á landinu. Hér er stutt frá fjalli ofan í fjöru. Eftir tvo til þrjá daga hafa flestir séð það helsta og vilja halda áfram.“

Niðurstaðan varð sú að stækka gistiaðstöðuna og nú eru herbergin orðin 33. Þá er gestum til ánægjuauka framleiddur á Brunnhóli rjómaís úr umframmjólk búsins. Er svo komið að Jöklaísinn er eitt helsta aðdráttarafl staðarins. Nóg er að gera á stóru heimili. Það var þó ekki fyrr en árið 2010 að fjölskyldan sá sitt óvænna og ákvað að ráða utanaðkomandi fólk í vinnu. Nú starfa 14 manns á gistiheimilinu á Brunnhóli, þar af 12 útlendingar, frá Ungverjalandi, Slóvakíu, Tékklandi, Rúmeníu, Spáni, Portúgal og Hollandi. Sannarlega alþjóðlegur andi á þessum vinnustað í sveitinni.

Kýrnar ekki jafn bindandi og ferðafólkið

„Manni þóttu kýrnar bindandi en þær voru hátíð miðað við ferðamennina,“ segir Sigurlaug glottandi og bætir við: „Maður gat líka verið í fýlu!“ En það gengur ekki í ferðaþjónustunni. Gestgjafinn þarf að taka brosandi á móti öllum. En þó að mikið sé að gera þá upplifir Sigurlaug vinnuna ekki sem einhvern þrældóm. Vinnudagurinn sé vissulega langur og oft sé hún þreytt – ekki þó endilega líkamlega. „Þú þarft að gefa mikið af þér allan daginn, brosa við gestum og starfsfólki.“ Sigurlaug viðurkennir að þetta starf allt sé lífstíll, svo gripið sé til tískuorðs til að lýsa þessum lífsmáta að vera gestgjafi í sveit. „Skemmtilegast í þessu er að hitta fólkið – og sjá hlutina ganga upp.“

Miklir tekjumöguleikar

Farsæll rekstur gistiheimilis á landsbyggðinni byggist á því að eigendur hafi vökult auga með öllu og að gott starfsfólk fáist – haldist í vinnu og njóti sín. Víða vantar starfsfólk og það getur skapað mikil vandræði. Sigurlaug telur að skýringuna sé ekki endilega að finna í launakjörum. Fólk geti fengið góð laun á skömmum tíma þó vissulega sé það með mikilli vinnu. „Íslendingar vilja ekki vinna úti á landi og alls ekki í sveit, helst ekki nema í dagvinnu, og geta svo farið í frí þegar þeim dettur í hug. Er ekki bara orðinn skortur á starfsfólki mjög víða?“ spyr gistihúseigandinn, sem staðið hefur vaktina í 36 ár meðfram því að sinna fjölskyldu og vera á kafi í félagsmálum ferðabænda og sveitarfélagsins. Hún bætir þó við og gleðst yfir því að ungt fólk er að flytjast í sveitina til að sinna rekstri í ferðaþjónustu, sumt tengist gistingu en annað jöklaleiðsögn. Íshellaferðir og skoðunarferðir um Jökulsárlón er grundvöllur ferðaþjónustu á svæðinu um vetrartímann. Þannig að myndin er ekki máluð einum lit.

Ekki má kaffæra sjarmann

Sigurlaug sér bara fyrir sér að ferðaþjónustan vaxi en á sama tíma er hún dálítið uggandi. „Hversu lengi þolum við þennan vöxt? Hvenær kaffærum við einfaldlega sjarmann við að koma til Íslands?“ spyr hún. Margt fólk komi aðeins til að skoða frægustu staðina og til að taka sjálfu fyrir samfélagsmiðla en eftirsóknarverðast sé ferðafólkið sem kann að meta að sjá og kynnast lífinu í landinu – sjá kindur og hesta í túni eða haga, fólk við sveitarstörf, fylgjast með lífinu við höfnina. Og það er fjölskyldureksturinn í ferðaþjónustunni sem best tengir ferðamanninn við lífið í landinu, segir Sigurlaug á Brunnhóli. „Margir gesta okkar eru vel menntaðir og efnaðir, hafa gist nægilega oft á stöðluðum hótelherbergjum en sækjast eftir því að kynnast einhverju nýju – einhverju sem þeim þykir sérstakt.“


Þú færð aðgang að öllu efni Túrista næstu tvo mánuði fyrir 2.000 kr. Notaðu afsláttarkóðann SUMAR2022 hér. Áskrift endurnýjast á fullu verði í framhaldinu en alltaf hægt að segja upp.

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …