Samfélagsmiðlar

Færri Bandaríkjamenn skildu eftir jafnmargar krónur á meðan fleiri Bretar eyddu minna en hvað voru Danir eiginlega að gera?

Það er best að fara varlega í að fullyrða of mikið um hvaða ferðamenn eyða mestu og minnstu.

Ferðamenn við Námaskarð.

Notkun erlendra greiðslukorta hér á landi í maí var í krónum talið jafn mikil og í maí árið 2019 eða um nítján milljarðar króna. Aftur á móti innrituðu fjórtán þúsund færri útlendingar sig í flug frá Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði. Þar með gætum við haldið því fram að hver og einn ferðamaður sem hingað komi eyði meiru en áður.

Það væri hins vegar töluverð einföldun að halda þessu fram.

Það er nefnilega ekki hægt að eigna túristum alla erlenda kortanotkun þó talað sé um „kortaveltu erlendra ferðamanna“ í útgáfu Rannsóknarseturs verslunarinnar. Íslendingar sem nota erlend kort eru meðtaldir og líka útlendingar sem panta vörur í íslenskum netverslunum. Kortanotkun er líka mismunandi útbreidd meðal þjóða og sumir ferðamenn hafa greitt stóran hluta af Íslandsferðinni áður en lagt er í hann.

Kortaveltan er því í raun vísbending um þróun yfir tímabil á sama hátt og tölur yfir erlendra brottfararfarþega á Keflavíkurflugvelli eftir mánuðum eru ekki fullkomnar. Þar eru til að mynda meðtaldir útlendingar búsettir á Íslandi.

Það getur þó verið áhugavert að bera þessar tölur saman.

Skoðum til að mynda nýliðinn maí. Þá flugu frá Keflavíkurflugvelli nærri sex þúsund færri Bandaríkjamenn en í maí 2019. Samdrátturinn milli þessara tveggja mánaða nemur 18 prósentum. Í krónum talið voru bandarísk greiðslukort hins vegar notuð til að greiða fyrir jafnháa upphæð þessa tvo maímánuði eða um 7,1 milljarð króna. Bandaríkjamenn fengu reyndar 4 prósentum meira fyrir dollarana sína núna en í maí 2019.

Kíkjum næst á Bretana. Héðan flugu sjö prósent fleiri Bretar en í maí 2019 en notkun breskra greiðslukorta féll um 36 prósent í krónum talið.

Danir eru annað dæmi um svona þróun. Héðan flugu 44 prósent fleiri Danir en í maí 2019 en engu að síður féll dönsk kortavelta um þrettán prósent. Við bíðum samt með fullyrðinguna um að þeir dönsku og bresku ferðamenn sem hingað komu í maí hafi verið miklu sparsamari en landar þeirra sem voru hér fyrir fjórum árum síðan.

Og því verður ekki heldur haldið fram að þeir Kanadamenn sem hér voru í maí hafi verið einstaklega eyðsluglaðir. Jafnvel þó tölurnar sýni að notkun kanadískra greiðslukorta hafi verið jafn mikil í síðasta mánuði og hún var í maí 2019 þrátt fyrir helmingi færri kanadíska „ferðamenn“.

Það myndi hins vegar veita ágætis innsýn á stöðuna að geta skoðað kortaveltu einstakra þjóða eftir flokkum en gagngrunnur Rannsóknarseturs verslunnar gerir það ekki kleift. Við getum því ekki borið saman kortanotkun þessara 5.800 Dana hér í maí við það sem fjögur þúsund landar þeirra eyddu peningunum sínum í maí 2019.

Nýtt efni

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …