Fengu heimild til nauðasamninga

airportexpress
Hópbifreiðafyrirtækið Allrahanda Gray Line er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Mynd: Gray Line

Allt frá því að greiðsluskjóli Allrahanda Gray Line lauk síðastliðið sumar hafa forsvarsmenn fyrirtækisins óskað eftir heimild til nauðasamninga. Stærstu kröfuhafarnir hafa þó ekki veitt samþykki sitt fyrir þeirri aðgerð og hefur hópbifreiðafyrirtækið verið í greiðslustöðvun síðustu mánuði.

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði hins vegar á þriðjudag að Allrahanda Gray Line yrði veitt heimild til að leita nauðasamnings samkvæmt því frumvarpi sem kynnt hefur verið lánadrottnum fyrirtækisins. Steinunn Guðbjartsdóttir lögmaður var skipaður umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum skuldara að því fram kemur í bréfi sent var kröfuhöfum í gær.

Líkt og áður hefur komið fram hér á síðunni þá seldi Allrahanda fasteign sína við Klettagarða nýverið. Kaupandinn er Festi sem er jafnframt einn af stærstu kröfuhöfum fyrirtækisins.