Samfélagsmiðlar

„Fólk er svo glatt“

Enn bíða margir ferðabændur eftir heildarsýn í stjórnvalda í þessari gríðarlegu mikilvægu starfsgrein - ferðaþjónustunni, sem bjargað hefur byggð í heilu sveitunum, t.d. í Suðursveit þar sem Laufey Helgadóttir og fjölskylda eiga og reka stórt hótel á Smyrlabjörgum.

Laufey Helgadóttir á hlaðinu á Smyrlabjörgum.

Bjart er yfir ferðabændum á Suðurlandi, allt komið í fullan gang og vel bókað hjá flestum fram á haust. Þannig er staðan á Hótel Smyrlabjörgum í Suðursveit sem Laufey Helgadóttir og Sigurbjörn Karlsson eiga og hafa rekið frá 1990. Þau byrjuðu með sex herbergi en í dag eru þau 68. „Ferðaþjónustan hefur orðið til þess að mikið líf er nú í sveitinni,“ segir Laufey sem fluttist að Smyrlabjörgum frá Hornafirði og var um árabil ljósmóðir þarna í sveitinni. Mikil umferð ferðamanna er um svæðið árið um kring. Þar ræður aðdráttarafl jöklanna mestu.

Þessi myndarlegi ferðabúskapur á Smyrlabjörgum er á gömlum grunni. Það liggur beint við fyrir marga ferðabændur sem ólust upp á mannmörgum sveitaheimilum að þreifa síðan fyrir sér í gistiþjónustu. Það gerðu þau Laufey og Sigurbjörn. Hann er fimmti ættliðurinn sem yrkir jörðina og er með sauðfé meðfram hótelrekstrinum. „Mér líst mjög vel á sumarið,“ segir Laufey. „Júnímánuður hefur verið miklu betri en ég þorði að vonast eftir. Mest eru þetta Bretar, Bandaríkjamenn, Þjóðverjar og Frakkar. Svipað og fyrir Covid-19. Minna er um hópa, aðallega fólk á eigin vegum sem pantar tvær til þrjár nætur. Mér finnst gaman að því að sjá hversu ánægt þetta fólk er að geta ferðast á ný.“

Þau hjónin óttuðust afleiðingar heimsfaraldursins en betur fór en á horfðist, þó vissulega sé ekki algjörlega séð fyrir endann á því öllu saman. „Fólk er svo glatt – og þolinmótt. Ef herbergi er ekki alveg tilbúið þegar það kemur, segir það bara: „Allt í lagi“, og brosir breitt.“ Laufey viðurkennir hinsvegar, og kímir dálítið, að hún hafi nú bara kunnað vel við að geta verið meira með fjölskyldunni þegar heimsfaraldurinn geisaði. Svo voru sumrin bæði árin ljómandi góð, margir Íslendingar á ferð um landið. Þau hafi ekki þorað að ráða erlent starfsfólk þessi tvö sumur en það hafi í raun verið mistök. Fjölskyldan hafi þurft að vinna myrkranna á milli – en naut samverunnar. En Laufey segir að þetta hafi verið skemmtilegur tími.

Stjórnvöld þurfa að gera betur

Fólk sem starfað hefur í greininni jafn lengi og þau hjónin á Smyrlabjörgum hafa tekið þátt í atvinnubyltingu. Ferðaþjónustan hefur sprungið út á þessum tíma – þá mest auðvitað á árunum eftir bankahrun og gosið í Eyjafjallajökli. Hótel og gistiheimili hafa sprottið upp hvarvetna, þjónustufyrirtæki af ýmsum toga orðið til.

En er þá ekki allt í sóma? Laufey segir að starfsgreinin hafi sannarlega náð miklum árangri en innviðir ýmiskonar hafi ekki fylgt með. Hún nefnir sérstaklega vegakerfið. Allir sem fara um Öræfin, Suðursveit og Hornafjörð skilja hvað hún á við: gríðarleg umferð er um þjóðveginn en biðraðir bíla við margar einbreiðar brýr. Svo bendir Laufey á mikinn skort á salernum og hreinlætisaðstöðu fyrir ferðafólk.

„Mér finnst eins og ríkið hafi ekki viljað hlusta á þetta fólk í ferðaþjónustunni varðandi það hvað er að gerast. Stjórnvöld töldu sig alltaf vita betur.“ Hún segist enn bíða eftir alvöru stefnu í málefnum ferðaþjónustunnar. „Þetta er eins og með hjónaband, horfa þarf 25 ár fram í tímann,“ segir Laufey og glottir. Hún beinir orðum sínum til þeirra sem fara með völdin: „Verið með heildarsýn. Ákveðið stefnuna – þó alltaf þurfi að taka tillit til einhverra breytinga á leiðinni.“

Fjölskyldufyrirtækjunum fækkar

Nú er það ferðaþjónustan sem er höfuðatvinnuvegurinn í Suðursveit eins og víðar um landið. Laufey segir hinsvegar að fjölskyldufyrirtækjum eins og þeirra hafi fækkað – og þau eigi enn eftir að tína tölunni. „Afkomendur virðast ekki tilbúnir að taka við rekstrinum, hafa séð foreldra sína í stöðugri vinnu og eru ekki tilbúnir til þess.“ Fjölskyldurekstur er ekki sjálfbær til lengdar í því álagi sem verið hefur í ferðaþjónustunni, treysta verður á utanaðkomandi starfsfólk. Laufey segir miklu skipta um reksturinn hvernig starfsfólk fáist. Nú séu þau t.d. að bíða eftir fleira fólki til að létta undir. Á hótelinu starfi 18 manns en von sé á átta í viðbót frá Slóvakíu, Rúmeníu og Slóveníu. Allt er það vant fólk.

Laufey segir þeim haldast vel á starfsfólki en hinsvegar sé ekki gott að fólk sé of lengi og staðni, betra sé að það sæki sér nýja reynslu annars staðar eftir svolítinn tíma og komi svo jafnvel aftur til baka. „Þetta er krefjandi vinna, mikil hlaup, fylgjast þarf með því að allt sé í lagi, allt sé tilbúið þegar þess þarf. Kúnninn á að fá það sem hann borgaði fyrir.“ Og það er óhætt að segja að störfin séu fjölbreytt á Hótel Smyrlabjörgum. Þar er allt brauð heimagert og kökur bakaðar, búnar til sultur, allar súpur og sósur lagaðar, líka ísinn – allt er þetta gert frá grunni. Já, það er nóg að gera á sveitahótelinu og Laufey Helgadóttir horfir björtum augum til framtíðarinnar. „Við eigum aldrei að vera svartsýn. Það er bara svo leiðinlegt.“


Viltu gerast áskrifandi að Túrista. Smelltu þá hér

Nýtt efni

„Metnaðurinn hjá hópnum er einstakur og það eru lífsgæði að starfa með jafn öflugu fólki og hér er að finna hjá Play,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins, í tilkynningu um síðustu mánaðamót. Nú liggur fyrir að Birgir mun kveðja samstarfsfólk sitt um næstu mánaðamót, nokkrum dögum fyrir þriggja ára starfsafmæli sitt hjá Play. Frá þessu …

Nefnd Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) sem fjallar um verndun sjávar hóf vikulanga fundalotu í London í morgun þar sem m.a. verður rætt um aðgerðir til að draga úr losun CO2 frá kaupskipaflota heimsins. Vinnuhópur hefur fjallað um þau mál síðustu daga. IMO er stofnun Sameinuðu þjóðanna sem ber ábyrgð á öryggi og vernd skipa og vörnum gegn …

Í tilkynningu sem ráðuneyti sem fer með ríkiskaup Póllands sendi um helgina kemur fram að LOT standi nú frammi fyrir þeirri ákvörðun að halda sig við flugvélar brasilíska framleiðandans Embraer fyrir skemmri flugleiðir eða velja frekar vélar frá Airbus í Frakklandi. Leitað verður til beggja framleiðenda og þeir beðnir um tilboð í smíði 84 flugvéla …

Loftmengun hefur minnkað í Evrópu á síðustu 20 árum, samkvæmt nýrri spænskri rannsókn. Þrátt fyrir þetta sýnir rannsóknin líka að loftmengun víðast hvar í Evrópu er enn yfir heilsufarsmörkum.  Í rannsókninni, sem birtist í Nature, voru mengunartölur skoðaðar á 1.400 svæðum, innan 35 ríkja, þar sem 543 milljónir manns búa.  Þrátt fyrir að enn sé …

„Á tiltölulega skömmum tíma er orðið til öflugt íslenskt lággjaldaflugfélag með framúrskarandi vöru og þjónustu og bjarta framtíð. Virk samkeppni í flugi sem skilar sér í lægri fargjöldum, fjölbreyttum áfangastöðum og verðmætum erlendum gestum er sérstaklega mikilvæg fyrir eyju eins og okkar. Slík samkeppni varðar hagsmuni allra Íslendinga. Ég geng þess vegna ákaflega stoltur frá …

Hvað varð um Graham Potter? spyrja margir fótboltaunnendur nú þegar liðið er næstum eitt ár síðan þessi listhneigði fótboltaþjálfari stjórnaði fótboltaliði frá hliðarlínunni. Chelsea var síðasti áfangastaður Potters en þaðan var hann rekinn þann 2. apríl árið 2023 eftir aðeins sjö mánuði í starfi. Potter mætti til Chelsea fullur af bjartsýni eftir glæsislegan þjálfaraferil í …

Skýrslan Policy tools for sustainable and healthy eating - Enabling a food transition in the Nordic countries er unnin í kjölfar útgáfu Norrænna næringarráðleggina (Nordic Nutrition Recommendations) árið 2023 sem var afrakstur fimm ára vinnu hundruða sérfræðinga um ráðlagðar matarvenjur og næringu fólks á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum. Sú útgáfa hlaut mikla athygli enda í …

Bílaleigan Hertz stóð tæpt í lok heimsfaraldursins og þá tók forstjórinn Stephen Scherr þá djörfu ákvörðun að panta 100 þúsund bíla frá Tesla. Með þessu átti Hertz verða leiðandi í útleigu á rafbílum og vöktu viðskiptin mikla athygli. Ekki leið á löngu þar til Tesla hafði lækkað verðið á nýjum bílum umtalsvert og um leið …