„Fólk er svo glatt“

Enn bíða margir ferðabændur eftir heildarsýn í stjórnvalda í þessari gríðarlegu mikilvægu starfsgrein - ferðaþjónustunni, sem bjargað hefur byggð í heilu sveitunum, t.d. í Suðursveit þar sem Laufey Helgadóttir og fjölskylda eiga og reka stórt hótel á Smyrlabjörgum.

Laufey Helgadóttir á hlaðinu á Smyrlabjörgum. Mynd: ÓJ

Bjart er yfir ferðabændum á Suðurlandi, allt komið í fullan gang og vel bókað hjá flestum fram á haust. Þannig er staðan á Hótel Smyrlabjörgum í Suðursveit sem Laufey Helgadóttir og Sigurbjörn Karlsson eiga og hafa rekið frá 1990. Þau byrjuðu með sex herbergi en í dag eru þau 68. „Ferðaþjónustan hefur orðið til þess að mikið líf er nú í sveitinni," segir Laufey sem fluttist að Smyrlabjörgum frá Hornafirði og var um árabil ljósmóðir þarna í sveitinni. Mikil umferð ferðamanna er um svæðið árið um kring. Þar ræður aðdráttarafl jöklanna mestu.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.