Samfélagsmiðlar

„Fólk er svo glatt“

Enn bíða margir ferðabændur eftir heildarsýn í stjórnvalda í þessari gríðarlegu mikilvægu starfsgrein - ferðaþjónustunni, sem bjargað hefur byggð í heilu sveitunum, t.d. í Suðursveit þar sem Laufey Helgadóttir og fjölskylda eiga og reka stórt hótel á Smyrlabjörgum.

Laufey Helgadóttir á hlaðinu á Smyrlabjörgum.

Bjart er yfir ferðabændum á Suðurlandi, allt komið í fullan gang og vel bókað hjá flestum fram á haust. Þannig er staðan á Hótel Smyrlabjörgum í Suðursveit sem Laufey Helgadóttir og Sigurbjörn Karlsson eiga og hafa rekið frá 1990. Þau byrjuðu með sex herbergi en í dag eru þau 68. „Ferðaþjónustan hefur orðið til þess að mikið líf er nú í sveitinni,“ segir Laufey sem fluttist að Smyrlabjörgum frá Hornafirði og var um árabil ljósmóðir þarna í sveitinni. Mikil umferð ferðamanna er um svæðið árið um kring. Þar ræður aðdráttarafl jöklanna mestu.

Þessi myndarlegi ferðabúskapur á Smyrlabjörgum er á gömlum grunni. Það liggur beint við fyrir marga ferðabændur sem ólust upp á mannmörgum sveitaheimilum að þreifa síðan fyrir sér í gistiþjónustu. Það gerðu þau Laufey og Sigurbjörn. Hann er fimmti ættliðurinn sem yrkir jörðina og er með sauðfé meðfram hótelrekstrinum. „Mér líst mjög vel á sumarið,“ segir Laufey. „Júnímánuður hefur verið miklu betri en ég þorði að vonast eftir. Mest eru þetta Bretar, Bandaríkjamenn, Þjóðverjar og Frakkar. Svipað og fyrir Covid-19. Minna er um hópa, aðallega fólk á eigin vegum sem pantar tvær til þrjár nætur. Mér finnst gaman að því að sjá hversu ánægt þetta fólk er að geta ferðast á ný.“

Þau hjónin óttuðust afleiðingar heimsfaraldursins en betur fór en á horfðist, þó vissulega sé ekki algjörlega séð fyrir endann á því öllu saman. „Fólk er svo glatt – og þolinmótt. Ef herbergi er ekki alveg tilbúið þegar það kemur, segir það bara: „Allt í lagi“, og brosir breitt.“ Laufey viðurkennir hinsvegar, og kímir dálítið, að hún hafi nú bara kunnað vel við að geta verið meira með fjölskyldunni þegar heimsfaraldurinn geisaði. Svo voru sumrin bæði árin ljómandi góð, margir Íslendingar á ferð um landið. Þau hafi ekki þorað að ráða erlent starfsfólk þessi tvö sumur en það hafi í raun verið mistök. Fjölskyldan hafi þurft að vinna myrkranna á milli – en naut samverunnar. En Laufey segir að þetta hafi verið skemmtilegur tími.

Stjórnvöld þurfa að gera betur

Fólk sem starfað hefur í greininni jafn lengi og þau hjónin á Smyrlabjörgum hafa tekið þátt í atvinnubyltingu. Ferðaþjónustan hefur sprungið út á þessum tíma – þá mest auðvitað á árunum eftir bankahrun og gosið í Eyjafjallajökli. Hótel og gistiheimili hafa sprottið upp hvarvetna, þjónustufyrirtæki af ýmsum toga orðið til.

En er þá ekki allt í sóma? Laufey segir að starfsgreinin hafi sannarlega náð miklum árangri en innviðir ýmiskonar hafi ekki fylgt með. Hún nefnir sérstaklega vegakerfið. Allir sem fara um Öræfin, Suðursveit og Hornafjörð skilja hvað hún á við: gríðarleg umferð er um þjóðveginn en biðraðir bíla við margar einbreiðar brýr. Svo bendir Laufey á mikinn skort á salernum og hreinlætisaðstöðu fyrir ferðafólk.

„Mér finnst eins og ríkið hafi ekki viljað hlusta á þetta fólk í ferðaþjónustunni varðandi það hvað er að gerast. Stjórnvöld töldu sig alltaf vita betur.“ Hún segist enn bíða eftir alvöru stefnu í málefnum ferðaþjónustunnar. „Þetta er eins og með hjónaband, horfa þarf 25 ár fram í tímann,“ segir Laufey og glottir. Hún beinir orðum sínum til þeirra sem fara með völdin: „Verið með heildarsýn. Ákveðið stefnuna – þó alltaf þurfi að taka tillit til einhverra breytinga á leiðinni.“

Fjölskyldufyrirtækjunum fækkar

Nú er það ferðaþjónustan sem er höfuðatvinnuvegurinn í Suðursveit eins og víðar um landið. Laufey segir hinsvegar að fjölskyldufyrirtækjum eins og þeirra hafi fækkað – og þau eigi enn eftir að tína tölunni. „Afkomendur virðast ekki tilbúnir að taka við rekstrinum, hafa séð foreldra sína í stöðugri vinnu og eru ekki tilbúnir til þess.“ Fjölskyldurekstur er ekki sjálfbær til lengdar í því álagi sem verið hefur í ferðaþjónustunni, treysta verður á utanaðkomandi starfsfólk. Laufey segir miklu skipta um reksturinn hvernig starfsfólk fáist. Nú séu þau t.d. að bíða eftir fleira fólki til að létta undir. Á hótelinu starfi 18 manns en von sé á átta í viðbót frá Slóvakíu, Rúmeníu og Slóveníu. Allt er það vant fólk.

Laufey segir þeim haldast vel á starfsfólki en hinsvegar sé ekki gott að fólk sé of lengi og staðni, betra sé að það sæki sér nýja reynslu annars staðar eftir svolítinn tíma og komi svo jafnvel aftur til baka. „Þetta er krefjandi vinna, mikil hlaup, fylgjast þarf með því að allt sé í lagi, allt sé tilbúið þegar þess þarf. Kúnninn á að fá það sem hann borgaði fyrir.“ Og það er óhætt að segja að störfin séu fjölbreytt á Hótel Smyrlabjörgum. Þar er allt brauð heimagert og kökur bakaðar, búnar til sultur, allar súpur og sósur lagaðar, líka ísinn – allt er þetta gert frá grunni. Já, það er nóg að gera á sveitahótelinu og Laufey Helgadóttir horfir björtum augum til framtíðarinnar. „Við eigum aldrei að vera svartsýn. Það er bara svo leiðinlegt.“


Viltu gerast áskrifandi að Túrista. Smelltu þá hér

Nýtt efni

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …