Samfélagsmiðlar

Fresta verkfalli fram á laugardag

Samningaviðræður flugmanna og stjórnenda SAS halda áfram. Ef fjárhagslega endurskipulagning SAS heppnast þá verður norska ríkið á ný hluthafi í félaginu.

Farþegar SAS á Kaupmannahafnarflugvelli munu komast á áfangastað í dag. Áfram ríkir þó óvissa um hvað gerist á laugardaginn.

Flugmenn SAS seinkuðu seint í gærkvöld boðuðu verkfalli sínu um þrjá sólarhringa. Þar með fljúga þotur félagsins samkvæmt áætlun í dag og meðal annars hingað til lands frá bæði Ósló og Kaupmannahöfn.

Samningaviðræður milli forsvarsfólk flugmanna og stjórnenda SAS halda því áfram í Stokkhólmi fram á föstudag. Ef ekki nást samningar mun stór hluti flugmanna leggja niður störf á laugardaginn.

SAS hefur áður gefið út að verkfallið myndi hafa áhrif á um helming flugferða félagsins eða um 200 til 250 brottfarir á dag. Ferðaplön um 20 til 30 þúsund farþega myndu því riðlast á degi hverjum.

Viðræður SAS við samtök flugmanna í Noregi, Svíþjóð og Danmörku hafa staðið yfir frá því í lok síðasta árs en stjórnendur flugfélagsins vinna nú að fjárhagslegri endurskipulagningu. Breytt kjör flugmanna eru hluti af þeirri áætlun en til stendur að auka vinnuskyldu flugmanna og eins færa ráðningasamninga í ný dótturfélög. Þessu hafa flugmennirnir alfarið neitað.

Forstjóri SAS, hollendingur Anko van der Werff, segir félagið hins vegar róa lífróður. Launakjör áhafna verði að taka breytingum og eins þurfi kröfuhafar að afskrifa skuldir. Félagið vill líka losna við breiðþotur sem lítið gagn er af þar sem flugleiðin yfir Rússland til Asíu er lokuð.

Stærstu hluthafar SAS í dag eru sænska og danska ríkið sem hvort um sig á um 22 prósent hlut í þessu stærsta flugfélagi Norðurlanda. Til viðbótar eru ríkissjóðir landanna tveggja meðal stærstu kröfuhafa en þeim skuldum verður breytt í nýtt hlutafé ef fjárhagslega endurskipulagning SAS heppnast. Svíar ætla hins vegar ekki að setja meira fé í rekstur flugfélagsins en Danir eru reiðubúnir til þess.

Norska ríkið seldi hlut sinn í SAS sumarið 2018 en í gær gáfu ráðamenn þar út að vilji væri til að breyta kröfum á flugfélagið í hlutafé. Norðmenn ætla þó ekki að setja nýtt fé í reksturinn.

Nýtt efni

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …