Google bendir á Play í stað Icelandair

SKJÁMYND FRÁ GOOGLE FLIGHTS

Á fimmtudaginn í næstu viku er komið að jómfrúarferð Play til New York, nánar tiltekið til Stewart flugvallar 100 kílómetrum fyrir norðan heimsborgina. Umferðin um völlinn er lítil því brottfarirnar eru á bilinu þrjár til fimm á dag.

Play verður eina alþjóðaflugfélagið á Stewart flugvelli en líkt og Túristi hefur áður beint á þá flokkar Google ekki þessa flughöfn sem hluta af New York svæðinu. Sá sem nýtir Google Flight til að finna flug milli New York og Íslands fær því ekki Play sem valkost. Það sama á við um þá sem leita sér að flugi til New York frá frá öðrum áfangastöðum Play í Evrópu.

Á þessum hafa þó orðið nokkrar breytingar því nú lætur Google Flights notendur vita að þeir geti sparað sér fé með því að fljúga frá Stewart flugvelli (SWF) í stað stóru flugvallanna, JFK og Newark. Og sparnaður getur verið umtalsverður eins og sjá á dæminu hér fyrir ofan.

SMELLTU TIL AÐ GERAST ÁSKRIFANDI AÐ TÚRISTA