Samfélagsmiðlar

Heimurinn með augum samkynhneigðs flugmanns

Mark Vanhoenacker er bandarískur flugmaður og rithöfundur. Nýjasta bók hans heitir Imagine a City: A Pilot´s Journey Across the Urban World. Þar lýsir höfundur reynslunni af því að alast upp í smábæ í Massachusetts, leit að eigin sjálfsmynd sem homma, og hvernig samkynhneigðir horfa á heiminn. Hryðjuverkaárásin í Ósló er áminning um þær ógnir sem sam samkynhneigðir lifa við.

Úr NYT

Bókina hefur ekki rekið á fjörur Túrista en í vikunni ritaði þessi athyglisverði flugmaður pistil í ferðablað The New York Times. Fyrirsögnin var upp á íslensku: Samkynhneigður flugmaður varpar ljósi á þýðingu ferðalaga fyrir hinsegin fólk. Forvitnin var vakin. Víða um heim hafa gleðigöngur homma og lesbía mikið aðdráttarafl, Gay Pride er fagnað með tilþrifum og undirstrikað er hversu mikilvægur sýnileiki menningar samkynhneigðra er í samtímanum. Löng og erfið barátta hefur þá skilað þessum árangri þó enn sé á brattann að sækja. Hryðjuverkaárásinni í miðborg Óslóar var einmitt beint að samkynhneigðum í aðdraganda gleðigöngu í einu af frjálslyndari löndum heims. Þetta er áfall fyrir Norðmenn, samfélag hinsegin fólks og alla sem styðja opið og frjálst samfélag.

Mark Vanhoenacker þekkir baráttuna, þurfti sjálfur að heyja innri baráttu og styrkja eigin sjálfsmynd sem hommi. Í þessari grein í New York Times segir hann frá þeim borgum sem hjálpuðu honum einmitt til þess – að finna sjálfan sig og láta drauma sína rætast.

Fyrsta nefnir Mark Vanhoenacker Amsterdam í Hollandi. Þangað flaug hann 14 ára, dvaldi hjá lesbíum, vinkonum foreldra hans, kynntist daglegri rútínu þeirra og notalegu fjölskyldulífi. Þarna segist Mark hafa skilist að djúpstæðasti ótti hans var óþarfur: Fyrst að foreldrar hans voru svona góðir vinir þessa lesbíska pars í Amsterdam hlutu þau einhvern tímann að geta elskað hann sjálfan – ef hann segði þeim sannleikann um sig einn daginn. Næst var það Montreal, höfuðborg franskra menningaráhrifa vestanhafs, sem er aðeins dagleið frá smábænum þar sem hann ólst upp hinum megin landamæranna, en þarna á milli var meginmunur á menningu. Loks var það í Tokyo í Japan, þar sem höfundur bjó um tíma og kynntist meira frelsi en nokkru sinni áður. Sjálfsmyndin var mótuð.

„Fyrir flest LBGT+ fólk sem hefur tíma, efni og svigrúm til að ferðast er nærtækasta skýringin á ferðaáhuga sú að hitta annað hinsegin fólk,“ segir Mark. Fyrir þá sem enn eru að átta sig á sjálfum sér eru ferðalögin tilvalin en raunar er tilgangur annarra hreinlega að flýja fordóma og kúgun, segir hann. Ekki er enn sjálfsagt fyrir hinsegin fólk að njóta virðingar og jafnréttis, í mörgum löndum má það búa við stöðuga áreitni, jafnvel ofbeldi og fangelsanir, eins og allir vita. Árásin í Ósló er áminning um hversu brothætt samfélagið er og réttindi okkar viðkvæm.

Mark Vanhoenacker dreymdi um frelsi og ferðaðist fyrst í huganum. Fyrsta ferðalag allra, ekki síst þeirra sem líður illa, er auðvitað í huganum. Mark dreymdi ungan um að verða flugmaður og ferðast til fjarlægra borga í von um nýtt og hinsegin líf. „Þegar mestu áhyggjurnar sóttu að á æskuárunum vaknaði vonin um að verða ég sjálfur einn daginn á einhverjum öðrum stað.“

Þú færð aðgang að öllu efni Túrista næstu tvo mánuði fyrir 2.000 kr. Notaðu afsláttarkóðann SUMAR2022 hér. Áskrift endurnýjast á fullu verði í framhaldinu en alltaf hægt að segja upp.

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …