Samfélagsmiðlar

Heimurinn með augum samkynhneigðs flugmanns

Mark Vanhoenacker er bandarískur flugmaður og rithöfundur. Nýjasta bók hans heitir Imagine a City: A Pilot´s Journey Across the Urban World. Þar lýsir höfundur reynslunni af því að alast upp í smábæ í Massachusetts, leit að eigin sjálfsmynd sem homma, og hvernig samkynhneigðir horfa á heiminn. Hryðjuverkaárásin í Ósló er áminning um þær ógnir sem sam samkynhneigðir lifa við.

Úr NYT

Bókina hefur ekki rekið á fjörur Túrista en í vikunni ritaði þessi athyglisverði flugmaður pistil í ferðablað The New York Times. Fyrirsögnin var upp á íslensku: Samkynhneigður flugmaður varpar ljósi á þýðingu ferðalaga fyrir hinsegin fólk. Forvitnin var vakin. Víða um heim hafa gleðigöngur homma og lesbía mikið aðdráttarafl, Gay Pride er fagnað með tilþrifum og undirstrikað er hversu mikilvægur sýnileiki menningar samkynhneigðra er í samtímanum. Löng og erfið barátta hefur þá skilað þessum árangri þó enn sé á brattann að sækja. Hryðjuverkaárásinni í miðborg Óslóar var einmitt beint að samkynhneigðum í aðdraganda gleðigöngu í einu af frjálslyndari löndum heims. Þetta er áfall fyrir Norðmenn, samfélag hinsegin fólks og alla sem styðja opið og frjálst samfélag.

Mark Vanhoenacker þekkir baráttuna, þurfti sjálfur að heyja innri baráttu og styrkja eigin sjálfsmynd sem hommi. Í þessari grein í New York Times segir hann frá þeim borgum sem hjálpuðu honum einmitt til þess – að finna sjálfan sig og láta drauma sína rætast.

Fyrsta nefnir Mark Vanhoenacker Amsterdam í Hollandi. Þangað flaug hann 14 ára, dvaldi hjá lesbíum, vinkonum foreldra hans, kynntist daglegri rútínu þeirra og notalegu fjölskyldulífi. Þarna segist Mark hafa skilist að djúpstæðasti ótti hans var óþarfur: Fyrst að foreldrar hans voru svona góðir vinir þessa lesbíska pars í Amsterdam hlutu þau einhvern tímann að geta elskað hann sjálfan – ef hann segði þeim sannleikann um sig einn daginn. Næst var það Montreal, höfuðborg franskra menningaráhrifa vestanhafs, sem er aðeins dagleið frá smábænum þar sem hann ólst upp hinum megin landamæranna, en þarna á milli var meginmunur á menningu. Loks var það í Tokyo í Japan, þar sem höfundur bjó um tíma og kynntist meira frelsi en nokkru sinni áður. Sjálfsmyndin var mótuð.

„Fyrir flest LBGT+ fólk sem hefur tíma, efni og svigrúm til að ferðast er nærtækasta skýringin á ferðaáhuga sú að hitta annað hinsegin fólk,“ segir Mark. Fyrir þá sem enn eru að átta sig á sjálfum sér eru ferðalögin tilvalin en raunar er tilgangur annarra hreinlega að flýja fordóma og kúgun, segir hann. Ekki er enn sjálfsagt fyrir hinsegin fólk að njóta virðingar og jafnréttis, í mörgum löndum má það búa við stöðuga áreitni, jafnvel ofbeldi og fangelsanir, eins og allir vita. Árásin í Ósló er áminning um hversu brothætt samfélagið er og réttindi okkar viðkvæm.

Mark Vanhoenacker dreymdi um frelsi og ferðaðist fyrst í huganum. Fyrsta ferðalag allra, ekki síst þeirra sem líður illa, er auðvitað í huganum. Mark dreymdi ungan um að verða flugmaður og ferðast til fjarlægra borga í von um nýtt og hinsegin líf. „Þegar mestu áhyggjurnar sóttu að á æskuárunum vaknaði vonin um að verða ég sjálfur einn daginn á einhverjum öðrum stað.“

Þú færð aðgang að öllu efni Túrista næstu tvo mánuði fyrir 2.000 kr. Notaðu afsláttarkóðann SUMAR2022 hér. Áskrift endurnýjast á fullu verði í framhaldinu en alltaf hægt að segja upp.

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …