Flugflotar Icelandair og Play eru í dag ekki eins og lagt var upp með fyrir sumarvertíðina.
Sumaráætlun Play byggist á því að félagið hafi sex flugvélar til umráða sem ferja munu farþega til tuttugu og eins áfangastaðar í Norður-Ameríku og Evrópu.
Skráðu þig inn til að lesa
Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.
Mark Vanhoenacker er bandarískur flugmaður og rithöfundur. Nýjasta bók hans heitir Imagine a City: A Pilot´s Journey Across the Urban World. Þar lýsir höfundur reynslunni af því að alast upp í smábæ í Massachusetts, leit að eigin sjálfsmynd sem homma, og hvernig samkynhneigðir horfa á heiminn. Hryðjuverkaárásin í Ósló er áminning um þær ógnir sem sam samkynhneigðir lifa við.
Fréttir
Ekki rétt að útmála sem láglaunastétt
Heildartekjur starfsfólk í ferðaþjónustu eru víða þokkalegar, enda liggur mikil vinna að baki, bæði á kvöldin og um helgar. „Mér finnst ekki sanngjarnt að útmála starfsfólk í ferðaþjónustu sem láglaunastétt," segir Sigurlaug Gissurardóttir á gistiheimilinu Brunnhóli.
Fréttir
Gengið upp á við í fyrsta sinn í tvo mánuði
Virði Icelandair og Play hefur lækkað um milljarða á milli vikna síðustu mánuði.
Fréttir
Fjölga í framkvæmdastjórn
Sonja Arnórsdóttir sem verið hefur forstöðumaður tekjustýringar hjá Play frá árinu 2019 verður nú framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála flugflugfélagsins. Þeirri stöðu gegndi áður Georg Haraldsson sem verður framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs. Þar með fjölgar í framkvæmdastjórn Play og sitja þar sjö manns í dag en til samanburðar eru níu í framkvæmdastjórn Icelandair. Samkvæmt svari frá Play þá … Lesa meira
Fréttir
Svalt veður – en kannski bara þægilegt
Það er svalt á landinu og verður eitthvað áfram samkvæmt veðurspám. Erlendum ferðamönnum bregður ekki svo mjög, voru undir þetta búnir - og eru jafnvel sumir nokkuð sáttir að komast hingað úr hitasvækjunni á heimaslóðum. Þykir þetta bara þægilegt í einhverja daga.
Fréttir
Farþegar sem hegða sér illa
„Hátt verð á flugmiðum, langar biðraðir á flugvöllum, frestanir og niðurfellingar á flugferðum eru ekki einu streituvaldarnir sem mæta farþegum nú þegar umferðin er að komast á sama stig og fyrir heimsfaraldurinn. Truflandi og ósæmileg hegðun farþega er enn til staðar og verður meira áberandi í fullum vélunum.”
Fréttir
Treyst á að ferðafólkið gæti sín
Allir eru sem fyrr sammála um að auka þurfi öryggi í Reynisfjöru. Málefnalegir fundir og gagnlegir samráðsfundir eru haldnir. Samráðshópur á að skila tillögum til ráðherra fyrir septemberlok. Óljóst er hvenær lokið verður við uppsetningu viðvörunarkerfis í fjörunni. Þangað til er treyst á dómgreind ferðafólks.
Fréttir
Keahótelin réttum megin við núllið
Hótelkeðjan tók lán upp á nærri hálfan milljarð í fyrra en hluti upphæðarinnar er með ríkisábyrgð. Landsbankinn er stærsti hluthafinn.