Heimsfaraldurinn hafði skiljanlega mjög neikvæð áhrif á rekstur hótela og þegar árið 2020 var gert upp hjá Keahótelunum nam rekstrartapið 822 milljónum króna. Í lok ársins varð móðurfélag hótelkeðjunnar gjaldþrota og Landsbankinn eignaðist 35 prósent hlut í þessu þriðja stærsta hótelfyrirtæki landsins. Gömlu eigendurnir héldu eftir 65 prósentum.