Leggja niður kröfuna um Covid próf

Frá flugstöðinni í Portland. Mynd: PDX

Allt frá því að bandarísk landamæri voru opnuð á ný þá hefur verið gerð krafa um að allir þeir sem heimsækja landið framvísi neikvæðum niðurstöðum úr Covid-19 prófi. Þessi regla hefur verið þyrnir í augum stjórnenda bandarískra flugfélaga sem telja þetta draga úr áhuga útlendinga á að heimsækja Bandaríkin.

Síðar í dag er hins vegar búist við að ráðmenn í Hvíta húsinu tilkynni að krafan um Covid-19 próf fyrir Bandaríkjareisu verði felld niður aðfararnótt sunnudagsins samkvæmt frétt Bloomberg.

Ef þetta gengur eftir ættu farþegar á leið til héðan til Bandaríkjanna á sunnudaginn að geta farið af stað án þess að gangast undir kórónuveirupróf fyrir brottför.