Loka flugvellinum í Brussel

Öllu flugi til og frá alþjóðaflugvellinum í Brussel hefur verið aflýst á morgun mánudag vegna verkfalls starfsmanna í öryggisleit. Frá þessu greindi flugmálayfirvöld nú í kvöld. Ferð Icelandair til höfuðborgar Belgíu á morgun hefur nú þegar verið slegin af.

Verkfallið stendur aðeins yfir á morgun en talið er víst að tafir verði á flugi til og frá Brussel á þriðjudag en bæði Play og Icelandair gera ráð fyrir ferðum þangað um morguninn.