Bandaríski lánasjóðurinn Bain Capital Credit á um fimmtán prósent hlut í Icelandair og er langstærsti hluthafi flugfélagsins. Í lok næsta mánaðar fær sjóðurinn rétt til að nýta áskriftarrétti sín og auka hlut sinn um fjórðung. Um leið þarf að auka hlutafé í Icelandair í fimmta sinn frá haustinu 2020.
Ef af þessum viðskiptum verður þá fara þau fram á genginu 1,64 krónur á hlut. Það er tólf prósent hærra verð en markaðurinn metur Icelandair á í dag.