Samfélagsmiðlar

Lýsa yfir stuðningi við Icelandair nú þegar stutt er ákvörðun um frekari fjárfestingu

Ef hlutabréfakaup Bain Capital í Icelandair yrðu gerð upp í dag þá myndi sjóðurinn tapa hundruðum milljóna króna.

Bandaríski lánasjóðurinn Bain Capital Credit á um fimmtán prósent hlut í Icelandair og er langstærsti hluthafi flugfélagsins. Í lok næsta mánaðar fær sjóðurinn rétt til að nýta áskriftarrétti sín og auka hlut sinn um fjórðung. Um leið þarf að auka hlutafé í Icelandair í fimmta sinn frá haustinu 2020.

Ef af þessum viðskiptum verður þá fara þau fram á genginu 1,64 krónur á hlut. Það er tólf prósent hærra verð en markaðurinn metur Icelandair á í dag.

Ef Bain Capital lætur slag standa og borgar yfirverð fyrir viðbótarhlut í Icelandair þá fær flugfélagið um 2,3 milljarða króna fyrir nýju bréfin. Þar með myndi fjárhagsstaðan styrkjast töluvert og um leið fengi bandaríski sjóðurinn 18 prósent í flugfélaginu. Eign annarra hluthafa myndi dragast saman. Þannig færi hlutur Brúar lífeyrissjóðs, næststærsta hluthafans, úr 4,14 prósentum niður í 3,99 prósent.

Gætu bætt stemninguna í Kauphöllinni

Bandaríski sjóðurinn á líka þann kost að auka hlut sinn í Icelandair með því að kaupa bréf á almennum markaði og þar með borga minna fyrir hvert bréf en áskriftarréttindin kveða á um. Það má þó reikna með gengi Icelandair myndi hækka eitthvað ef bandaríski sjóðurinn færi að kaupa bréf í stórum stíl á markaði. Það gæti líka hreyft við hinum almenna fjárfesta og bréfin þá mögulega hækkað.

Bain Capital á líka þann kosta að gera hvoru tveggja. Fyrst kaupa hlutabréf á almennum markaði og tilkynna um þau viðskipti í kauphöll og svo nýta áskriftarréttindin.

Þurfa að ákveða sig eftir mánuð

Forsvarsmenn bandaríska sjóðsins vilja þó ekki gefa út skýr svör um hvað þeir hyggist gera en þeir fá tíu daga í kjölfar næsta uppgjörs Icelandair til að ganga frá viðskiptunum. Von er á þessu uppgjöri undir lok næsta mánaðar.

Í svari Bain Capital, við fyrirspurn Túrista, um stöðu fjárfestingarinnar í Icelandair, er þó lýst yfir skýrum stuðningi við flugfélagið.

„Við styðjum með afgerandi hætti fyrirtækið, stjórnendateymi þess og langtíma stefnumótun. Við eru mjög eftirvæntingarfull varðandi framtíð félagsins og vaxtarmöguleika,“ segir í svarinu en í því samhengi ber að geta að Bain Capital er með einn fulltrúa í stjórn Icelandair.

Eru í mínus í dag

Bain Capital keypti bréfin sín í Icelandair fyrir einu ári síðan á genginu 1,43 krónur á hlut og greiddi 8,1 milljarð króna fyrir. Sú upphæð jafngilti þá 66,1 milljón bandaríkjadala en ef sjóðurinn seldi hlut sinn í dag fengi hann aðeins 62,4 milljónir dollara fyrir hlutinn. Þessi mínus skrifast á styrkingu krónunnar því hún hefur sótt í sig veðrið síðastliðið ár á meðan gengi hlutabréfa Icelandair er aðeins tveimur prósentum hærra í dag en var þegar Bain Capital gerðist hluthafi. Í krónum talið hefur hlutur Bain Capital lækkað um 484 milljónir króna.

Gengi Icelandair var þó mun hærra fyrr á þessu ári en markaðsvirðið hefur fallið um þriðjung frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Spá stjórnenda félagsins um jákvæða afkomu í ár hefur líka verið dregin tilbaka.

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …