Um langt árabil voru þotur Icelandair fastagestir á Baltimore-Washington flugvellinum en í ársbyrjun 2008 voru ferðirnar þangað blásnar af. Þremur árum síðar tók Icelandair upp þráðinn í flugi til bandarísku höfuðborgarinnar en þá með áætlunarferðum til Washington Dulles flugvallar. Báðar þessar flughafnir eru álíka langt frá höfuðborg Bandaríkjanna.