Samfélagsmiðlar

Treyst á að ferðafólkið gæti sín

Allir eru sem fyrr sammála um að auka þurfi öryggi í Reynisfjöru. Málefnalegir fundir og gagnlegir samráðsfundir eru haldnir. Samráðshópur á að skila tillögum til ráðherra fyrir septemberlok. Óljóst er hvenær lokið verður við uppsetningu viðvörunarkerfis í fjörunni. Þangað til er treyst á dómgreind ferðafólks.

Ferðafólk í Reynisfjöru - Mynd: ÓJ

Það var margt ferðafólk í Reynisfjöru þegar tíðindamaður Túrista átti leið þar um í gær. Margir fóru langt inn fyrir ráðlögð varúðarmörk í fjörunni. Fólk virðist hreinlega ekki trúa því hversu fljótt hægur öldugangur getur breyst í hættulega brimskafla. Sumir klifu í klettum og dáðust að öldurótinu, sem virtist þá stundina sakleysislegt. Þetta heitir Black Sand Beach á ferðasíðunum og er gríðarvinsæll staður til að taka sjálfu til að smella inn á Instagram eða aðra samfélagsmiðla.

Kappklætt fólk á öllum aldri, skælbrosandi, með síma á lofti að taka mynd af sér með þessa fallegu fjöru og kletta í baksýn. Einhverjir virtust meðvitaðir um hættuna sem þarna leynist, héldu sig í hóflegri fjarlægð frá fjöruborðinu og öldunum, sem komu ein og ein, viðbúnir að hörfa enn fekar. Aðrir voru fullir sjálfstrausts, harðákveðnir að sleppa ekki þessu tækifæri til að ná ómótstæðilegum myndum. Óvíst hvort nokkur í fjörunni hafi vitað af nýafstaðnum samráðsfundi í Leikskálum í Vík eða velt fyrir sér hvaða tillögur verða lagðar fyrir ráðherra ferðamála með haustinu. Margar eru nefndirnar.

Þegar maður horfir á fólkið streyma úr rútunum og niður í fjöru og hvernig það nýtur náttúrunnar á þessum magnaða stað, vaknar þessi einfalda spurning: Er til of mikils ætlast að yfirvöld sjái til þess að vel búnir strandverðir gæti að ferðafólkinu og forði því að það fari sér stórlega að voða? Ferðafólkið er komið til að njóta Reynisfjöru og er vafalaust tilbúið að borga hóflegt gjald til þess.

Nú hafa orðið fimm banaslys í Reynisfjöru á sjö árum og til viðbótar hafa margir verið hætt komnir, verið bjargað á síðustu stundu úr bráðum háska. Enginn vill loka fjörunni eða reisa miklar varnargirðingar – spilla villtum sjarma Reynisfjöru. Viðvörunarkerfið sem unnið er að mun örugglega hjálpa en kemur tæplega í stað öryggisgæslu strandvarða á hinni undurfögru og mögnuðu Black Sand Beach.

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …