Bílarnir hverfi úr augsýn

Hugmyndir að nýju deiliskipulagi þjóðgarðsins á Þingvöllum fela í sér miklar breytingar á umferð um staðinn. Einar Á.E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður, ræðir stöðu og framtíð þjóðgarðsins.

Einar Á.E.Sæmundsen
Einar Á.E.Sæmundsen, landslagsarkitekt og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Mynd: Óðinn Jónsson

„Ákvörðun um að stofna þjóðgarð felur í sér stefnu um tiltekna landnotkun. Með því er verið að segja að svæðið sem um ræðir hafi að geyma einstakar menningarminjar, náttúruminjar, landslag eða annað sem við viljum verja,” segir Einar, sem hefur fylgst með og tekið þátt í miklum breytingum á þjóðgarðinum enda starfað þar frá námsárunum, síðustu fjögur árin sem þjóðgarðsvörður.

Fjölsóttasti ferðamannastaðurinn

„Undanfarin ár hafa markast af gríðarlegum vexti. Við höfum stækkað með fjölgun ferðafólks,” segir Einar.

Þingvellir eru sá staður utan höfuðborgarinnar sem flestir heimsækja, ferðamannafjöldi á svo afmörkuðu svæði er hvergi meiri, og skýrist það að stórum hluta af umferðinni um Gullna hringinn. Ekki þarf að hafa mörg orð um hversu söguríkur staðurinn er og mikilvægur í huga landsmanna og frægðin nær langt út fyrir landsteina.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.