Samfélagsmiðlar

Egilsstaðaflugvöllur bíður

Fundir eru hafnir með þýskum ferðaskrifstofum um beint flug til Egilsstaða næsta sumar.

Egilsstaðaflugvöllur

Gríðarleg vinna er framundan hjá ferðaþjónustufyrirtækjum fyrir norðan og austan og stjórnkerfinu í kringum þau til að undirbúa þá vaxandi umferð sem fyrirsjáanleg er með áætlunarflugi þýska flugfélagsins Condor frá Frankfurt til Akureyrar og Egilsstaða næsta vor. 

Meðal þeirra sem hafa nóg að gera á næstunni er María Sand Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri ferðamála á Austurbrú, sem Túristi hitti í starfsstöðinni á Egilsstöðum. Þarna er fámennur hópur við störf og öruggt er að það mun reyna á hópinn. 

„Við bjóðum strax upp á fundi með öllum ferðaskrifstofum sem selja ferðir hingað. Þetta eru skrifstofur sem Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar, hitti í vor þegar verið var að vinna að framgangi þessa máls. Fundir hefjast strax í dag, með spurningum og svörum, og við reynum að tengja fólk saman. Við erum að útbúa sérstakan upplýsingagrunn fyrir þýska markaðinn, texta á þýsku, myndir og myndbönd sem hægt er að nota. Það verður mjög mikið að gera á næstunni við að aðstoða þýsku ferðaskrifstofurnar, svara söluverum þeirra og sýna svæðið. Þá þarf að taka á móti blaðamönnum sem hingað koma. Svo þurfum við að ræða við bílaleigurnar og rútufyrirtækin og huga að Egilsstaðaflugvelli, en sem betur fer er hann stór, rúmgóður og praktískur. Hægt er að hólfa flugstöðina niður og fyrir framan eru næg bílastæði.”

Egilsstaðaflugvöllur var tómlegur í gær en flug Condor-félagsins þangað næsta sumar gæti þýtt að verulegar breytingar séu framundan. En koma þýska flugfélagsins austur gæti líka skapað tækifæri á tengingum við ferðir Norrænu. Ferðafólk gæti t.d. flogið til Egilsstaða og siglt síðan til baka frá Seyðisfirði.

„Við þurfum að þarfagreina hvað það er sem vantar. Við þurfum líka að halda fundi með okkar fólki hér á svæðinu,” segir María. „Margir hafa verið að spá í að hefja eitthvað nýtt. Þessi tíðindi með Condor gætu hjálpað fólki við að stíga skrefið. Og ef við getum hjálpað, þá erum við til staðar. Við erum í því að tengja allan daginn og setja hlutina í markvissan farveg. Við þurfum að hafa allt á hreinu okkar megin til að auðvelda þessa vinnu.” 

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …