Einhverjir strákar að leika sér á jeppum

Þau sem standa fyrir ferðum á sérútbúnum bílum í Öskju eru ósátt við hversu seint vegurinn þangað er opnaður. Ekki sé tekið tillit til sérþekkingar, reynslu og hagsmuna ferðaþjónustunnar. Túristi ræddi við Anton Frey Birgisson, eiganda Geo Travel í Mývatnssveit.

Anton Freyr Birgisson
Anton Freyr Birgisson í Mývatnssveit Mynd: Óðinn Jónsson

Geo Travel er ferðaskrifstofa sem stofnuð var 2009 af landvörðum í Öskju. Sýnin var skýr frá upphafi: Áhersla á sjálfbærni og náttúrutúlkun. Anton Freyr Birgisson var leiðsögumaður hjá fyrirtækinu og eignaðist það 2016. Hann á hlut í Iceland Horizon, en undir regnhlif þess eru líka Saga Travel á Akureyri og Geo Iceland í Reykjavík. Anton Freyr segir að það geti vel verið að samkvæmt rekstrarfræðunum ætti að sameina þetta allt saman og ná fram meiri hagræðingu en því segist hann ósammála. 

„Við erum í þjónustu, ekki að gera að silungi. Stór partur af þjónustu er teymið sem stendur þarna að baki.” 

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.