Samfélagsmiðlar

Erfitt fyrir ferðaþjónustuna að keppa við hið opinbera um íslenskt starfsfólk

Framkvæmdastjóri SAF segir ríkið og ráðamenn geta auðveldað ferðaþjónustunni að fá bæði Íslendinga og útlendinga til starfa.

Ferðamenn við Námaskarð.

Í heimsfaraldrinum voru sóttvarnaraðgerðir við landamæri strangar og fáir ferðuðust. Hótel, flugfélög og önnur ferðaþjónustufyrirtæki sögðu upp fjölda fólks og það hefur gengið illa að manna alla stöður á nýjan leik. Þetta vandamál endurspeglast meðal annars í í örtröð á evrópskum flugvöllum í sumar.

Eins og staðan er í dag þá þarf evrópsk ferðaþjónusta á að halda 1,2 milljónum starfsmanna sem allra fyrst. Ef það tekst ekki þá stefnir í óefni í greininni samkvæmt nýrri úttekt Evrópuráðsins. 

Spurður um stöðuna hér á landi þá segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, að laus störf í ferðaþjónustu hafa verið um átta hundruð á fyrsta fjórðungi ársins samkvæmt Hagstofunni. 

„Sú tala hefur örugglega hækkað þar sem störfum fjölgar yfir háönnina og félagsmenn okkar um allt land tala enn um að flókið sé að fylla störf.” 

Jóhannes bætir því við að hann telji að lausu stöðunnar séu hlutfallslega færri hér á landi en almennt eigi við í evrópskri ferðaþjónustu. Vandinn birtist þó með samskonar hætti. Nú er fleira starfsfólk hér frá Miðjarðarhafslöndunum en fyrir heimsfaraldur þegar flestir komu frá Austur-Evrópu. Þetta er í takt við þær breytingar sem sjást í suðurhluta Evrópu. Þangað komi Pólverjar í auknum mæli í frí en ekki til vinnu.

„Laun á Íslandi eru enn há í alþjóðlegum samanburði og laun í ferðaþjónustu hér á landi ná yfir allan skalann. Við sjáum frekar að fyrirtæki hafi þurft að bjóða hærri laun fyrir sérmenntaða starfsmenn, fjallaleiðsögumenn, kokka og svo framvegis,” svarar Jóhannes þegar spurt er hvort launin fæli fólk frá störfum í ferðaþjónustu.

Hann telur þó að erfitt verði að keppa við kjörin sem hið opinbera býður hér á landi.

„Íslensk ferðaþjónusta mun næstu árin þurfa að treysta meira á erlent vinnuafl en fyrir faraldur þar sem um fimm þúsund Íslendingar hættu störfum í greininni og þeir munu koma hægt til baka. Meðal annars vegna þess að stór hluti þeirra hóf störf hjá hinu opinbera. Þetta sýnir að samkeppnishæfni almenna vinnumarkaðarins gagnvart opinbera geiranum er orðið áhyggjuefni sem stjórnvöld verða að fara að taka alvarlega.”

En þrátt fyrir að launin í íslenskri ferðaþjónustu séu ennþá há í samanburði við það sem þekkist víða annars staðar þá er skortur á íbúðum fyrir starfsfólk. 

„Húsnæðismál eru mikið vandamál um allt land. Fyrirtæki í ferðaþjónustu eiga verulega erfitt með að fá húsnæði fyrir erlent starfsfólk og nú þegar meiri þörf er á útlendingum þá verður meiri þrýstingur á þann vanda. Húsnæðisvandinn er og verður áfram eitt af meginvandamálum greinarinnar næstu árin,” segir Jóhannes.

Til að ráða bót á mönnunarvandanum þá horfir SAF til bæði til styttri og lengri tíma. Þannig hefur verið unnið að því einfalda upplýsingagjöf um ráðningaferli erlendra starfsmanna, bæði fyrir fólkið sjálft en líka atvinnurekendur. Og Jóhannes segir að stjórnvöld geti beitt sér fyrir því að einfalda ráðningaferla og þau skilyrði sem sett eru fyrir ráðningu starfsfólks utan EES-svæðisins.

„Þá væri einnig hægt að skilgreina leiðir um hælisleitenda- og atvinnuleitendaferilinn betur því þekkt er að hluti fólks er fyrst og fremst að leita að betra lífi og atvinnu utan heimalandsins en flækist inn í hælisleitendaferilinn í staðinn,” útskýrir Jóhannes.

Hann tiltekur jafnframt að þörfina fyrir nám sem tengjast ferðaþjónustu á framhaldsskólastigi og mikilvægi þess að horfa til langtímahvatningar varðandi fjölgun í kokka- og þjónanámi og eins í menntun leiðsögumanna. 

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …