Samfélagsmiðlar

Erfitt fyrir ferðaþjónustuna að keppa við hið opinbera um íslenskt starfsfólk

Framkvæmdastjóri SAF segir ríkið og ráðamenn geta auðveldað ferðaþjónustunni að fá bæði Íslendinga og útlendinga til starfa.

Ferðamenn við Námaskarð.

Í heimsfaraldrinum voru sóttvarnaraðgerðir við landamæri strangar og fáir ferðuðust. Hótel, flugfélög og önnur ferðaþjónustufyrirtæki sögðu upp fjölda fólks og það hefur gengið illa að manna alla stöður á nýjan leik. Þetta vandamál endurspeglast meðal annars í í örtröð á evrópskum flugvöllum í sumar.

Eins og staðan er í dag þá þarf evrópsk ferðaþjónusta á að halda 1,2 milljónum starfsmanna sem allra fyrst. Ef það tekst ekki þá stefnir í óefni í greininni samkvæmt nýrri úttekt Evrópuráðsins. 

Spurður um stöðuna hér á landi þá segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, að laus störf í ferðaþjónustu hafa verið um átta hundruð á fyrsta fjórðungi ársins samkvæmt Hagstofunni. 

„Sú tala hefur örugglega hækkað þar sem störfum fjölgar yfir háönnina og félagsmenn okkar um allt land tala enn um að flókið sé að fylla störf.” 

Jóhannes bætir því við að hann telji að lausu stöðunnar séu hlutfallslega færri hér á landi en almennt eigi við í evrópskri ferðaþjónustu. Vandinn birtist þó með samskonar hætti. Nú er fleira starfsfólk hér frá Miðjarðarhafslöndunum en fyrir heimsfaraldur þegar flestir komu frá Austur-Evrópu. Þetta er í takt við þær breytingar sem sjást í suðurhluta Evrópu. Þangað komi Pólverjar í auknum mæli í frí en ekki til vinnu.

„Laun á Íslandi eru enn há í alþjóðlegum samanburði og laun í ferðaþjónustu hér á landi ná yfir allan skalann. Við sjáum frekar að fyrirtæki hafi þurft að bjóða hærri laun fyrir sérmenntaða starfsmenn, fjallaleiðsögumenn, kokka og svo framvegis,” svarar Jóhannes þegar spurt er hvort launin fæli fólk frá störfum í ferðaþjónustu.

Hann telur þó að erfitt verði að keppa við kjörin sem hið opinbera býður hér á landi.

„Íslensk ferðaþjónusta mun næstu árin þurfa að treysta meira á erlent vinnuafl en fyrir faraldur þar sem um fimm þúsund Íslendingar hættu störfum í greininni og þeir munu koma hægt til baka. Meðal annars vegna þess að stór hluti þeirra hóf störf hjá hinu opinbera. Þetta sýnir að samkeppnishæfni almenna vinnumarkaðarins gagnvart opinbera geiranum er orðið áhyggjuefni sem stjórnvöld verða að fara að taka alvarlega.”

En þrátt fyrir að launin í íslenskri ferðaþjónustu séu ennþá há í samanburði við það sem þekkist víða annars staðar þá er skortur á íbúðum fyrir starfsfólk. 

„Húsnæðismál eru mikið vandamál um allt land. Fyrirtæki í ferðaþjónustu eiga verulega erfitt með að fá húsnæði fyrir erlent starfsfólk og nú þegar meiri þörf er á útlendingum þá verður meiri þrýstingur á þann vanda. Húsnæðisvandinn er og verður áfram eitt af meginvandamálum greinarinnar næstu árin,” segir Jóhannes.

Til að ráða bót á mönnunarvandanum þá horfir SAF til bæði til styttri og lengri tíma. Þannig hefur verið unnið að því einfalda upplýsingagjöf um ráðningaferli erlendra starfsmanna, bæði fyrir fólkið sjálft en líka atvinnurekendur. Og Jóhannes segir að stjórnvöld geti beitt sér fyrir því að einfalda ráðningaferla og þau skilyrði sem sett eru fyrir ráðningu starfsfólks utan EES-svæðisins.

„Þá væri einnig hægt að skilgreina leiðir um hælisleitenda- og atvinnuleitendaferilinn betur því þekkt er að hluti fólks er fyrst og fremst að leita að betra lífi og atvinnu utan heimalandsins en flækist inn í hælisleitendaferilinn í staðinn,” útskýrir Jóhannes.

Hann tiltekur jafnframt að þörfina fyrir nám sem tengjast ferðaþjónustu á framhaldsskólastigi og mikilvægi þess að horfa til langtímahvatningar varðandi fjölgun í kokka- og þjónanámi og eins í menntun leiðsögumanna. 

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …