„Erum að dragast aftur úr”

Við höfum ekki hugað nógu vel að umhverfismálum og dregist aftur úr í þeim efnum. Á sama tíma er fjárhagsstaða greinarinnar ömurleg á heildina litið, segir ferðamálastjóri við Túrista.

Skarphéðinn Berg Steinarsson
Skarphéðinn Berg Steinarsson við Reykjavíkurhöfn, sem dregur til ferðafólkið. Mynd: Óðinn Jónsson

Við setjumst niður á kaffihúsi í miðborginni í sumarblíðunni til að ræða stöðu ferðaþjónustunnar. Skarphéðinn Berg Steinarsson hefur gegnt embætti ferðamálastjóra síðustu fjögur og hálft árið. Þetta hefur verið sérstakt tímabil, með gríðarlegum uppgangi árin 2017 til 19 en svo kom kórónafaraldurinn. Skipunartími Skarphéðins rennur út um áramót en hann segir ekkert liggja fyrir um framhaldið. 

Sumarið verður gott en blikur eru á lofti

Við byrjum á að ræða hið augljósa: Ferðasumarið 2022 verður gott, eiginlega frábært ef miðað er við hrakspár margra. „Nú stefnir í að við fáum um 92 prósent af þeim ferðamannafjölda sem hingað kom fyrir heimsfaraldurinn,” segir Skarphéðinn og sýpur á svörtu kaffinu. „Þetta er hærra hlutfall en margar aðrar þjóðir eru að ná.” Sérfræðinga bíður það verkefni að greina ástæður þessarar velgengni. Ferðamálastjóri nefnir sem fyrstu skýringar góðar flugsamgöngur við Ísland og þá gæfu að ferðafólkið streymi hingað úr ólíkum áttum. Enn vanti þó ferðafólkið frá Asíu, sem mikið munar um. 

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.