Flugið ræður framtíðinni

Norðlensk ferðaþjónusta dafnar ekki nema að hægt sé að tryggja flugsamgöngur frá útlöndum allt árið, að mati Arnheiðar Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsskrifstofu Norðurlands.

Arnheiður Jóhannsdóttir
Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsskrifstofu Norðurlands Mynd: Óðinn Jónsson

„Við fáum stóran hluta ferðafólksins til baka og sjáum góðar bókanir út október, lengra inn í veturinn en við höfum áður séð. Þetta er auðvitað frábært á fyrsta árinu eftir heimsfaraldurinn. Á meðan hann geisaði nutum við þess að hafa góðan innanlandsmarkað og lentum því ekki í mikilli dýfu. Við vorum fyrir með árstíðasveifluna, vön því að draga saman seglin á veturna þegar færri landsmenn ferðast. Við erum því mjög sátt miðað við aðstæður en að sjálfsögðu eru erfiðleikar hérna, skuldsetning í greininni. Þekking tapaðist úr greininni, nokkrir frumkvöðlar hættu í faraldrinum og tíma tekur að fylla í þau skörð,” segir Arnheiður.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.