Það er auðvitað dálítið sérstakt að þessi mikla söguþjóð hafi ekki fyrir löngu fundið sjónræna og lifandi aðferð til að miðla ferðafólki um landið sögum af landnáminu og fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Íslendingar eru í einstakri aðstöðu til þess - með sagnaarf sinn. Auðvitað má lesa sér til í bókum, fræðiritum og Íslendingasögum, og sækja söfn sem geyma brot þessarar sögu, en það var ekki fyrr en með Landnámssetrinu í Borgarnesi að þessi miðlun landnámssögunnar hófst með mjög aðgengilegum hætti. Hjónin Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, eða Sirrý, hafa unnið mikið frumkvöðlastarf í sögumiðlun fyrir ferðafólk - fært þúsundum gesta dálitla þekkingu á landnámi Íslands og mörgum lykilpersónum Íslendingasagna, sérstaklega auðvitað Egils sögu Skallagrímssonar á Borg.
Frásagnarlist fyrir ferðafólk
Að sjálfsögðu var það leikhúsfólk sem sá möguleikana í sagnaarfinum, menntað og þjálfað í að miðla sögum og skáldskap, búa til galdur á sviði. Þau Kjartan og Sirrý, bjuggu að mikilli reynslu úr leikhúsi og sjónvarpi, höfðu kynnst ferðaþjónustunni og áhuga ferðafólks á sagnaarfinum í hestaferðum um landið. Þau þurftu ekki endilega að láta fræðilegar kröfur um sannleiksgildi hefta sig í að segja sögurnar af Ingólfi Arnarssyni eða Skalla-Grími Kveldúlfssyni og Agli syni hans á Borg. Aðalatriðið var að setja saman sýningu og frásögn, lifandi túlkun á sagnaarfinum, til að fræða og skemmta áhorfandanum.
Skráðu þig inn til að lesa
Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.