Leiðin hefur legið niður á við á hlutabréfamörkuðum að undanförnu og Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands lækkað um fimmtán af hundraði það sem af er ári. Gengi hlutabréfa Icelandair hefur dregist saman um 14 prósent á þessu tímabili en virði Play hefur lækkað um 31 prósent.