Nú er sumarvertíðin í fullum gangi en það hefur reynst flugfélögum víða brösuglega að halda áætlun og fjöldi flugferða felldur niður með stuttum fyrirvara. Stjórnendur flugfélaga eiga þó von á því að ástandið batni með haustinu en núna er unnið að því að leggja lokahönd á áætlun næsta vetrar.