Samfélagsmiðlar

Kallar eftir mati á skekkjunni í kortaveltutölunum

Notkun erlendra greiðslukorta er ein helsta mælistikan á gang mála í ferðaþjónustunni. Ferðaþjónustufyrirtæki hafa hins vegar fært viðskipti sín til erlendra færsluhirða og fleiri íhuga þann kost.

Skemmtiferðaskip á Akureyri

Ferðamanna á Akureyri.

Á sama tíma og notkun erlendra greiðslukorta eykst hjá bílaleigum, hótelum og veitingastöðum þá dregst hún saman hjá öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum. Í nýliðnum júní nam samdrátturinn 1,3 milljarði króna eða nærri þriðjungi í samanburði við júní árið 2019.

Þetta sýna tölur Rannsóknarseturs verslunarinnar en þar er erlend kortavelta hjá íslenskum ferðaskrifstofum, ferðaskipuleggjendum, bátaleigum og markaðssetningarfyrirtækjum sett undir hattinn „Ýmis ferðaþjónusta“ og hefur vægi flokksins minnkað hratt. Í júní 2019 var hlutdeildin 17 prósent af allri erlendri kortaveltu hér á landi en í nýliðnum júní var hluturinn rétt um tíund.

Skýringin liggur ekki aðeins í verðlagningu og stöðu krónunnar heldur aðallega í þeirri staðreynd að umsvifamikil ferðaþjónustufyrirtæki hafa fært viðskipti sín frá íslenskum færsluhirðum til erlendra. Og fleiri íhuga að gera slíkt hið sama líkt og Túristi hefur greint frá.

Tölur Rannsóknarseturs verslunarinnar byggja hins vegar eingöngu á upplýsingum frá Valitor, SaltPay, Rapyd og Netgíró. Á þetta er bent í gagnasafni rannsóknarsetursins en ekki í þeim tilkynningum sem sendar eru fjölmiðlum.

„Það ætti að koma skýrt fram að gögnin ná ekki til allrar kortaveltu íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja heldur aðeins þeirra sem skipta við íslenska færsluhirða. Um leið þyrfti að leggja mat á hvað vanti upp á. Erum við þar að tala um 10 eða 20 prósent?,” segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri, aðspurður um stöðuna.

Upplýsingar um kortaveltu hafa lengi verið ein helsta mælistikan á gang mála í ferðaþjónustunni og í ársbyrjun gerði ráðherra ferðamála tveggja ára þjónustusamning við Rannsóknarsetur verslunarinnar. Í tilkynningu sagði að sérstök áhersla yrði lögð á gagnavinnslu sem tengist neyslu ferðamanna hér á landi.

Í ljósi þess að ferðaþjónustufyrirtæki hafa nú þegar flutt kortaviðskipti sín til útlanda og fleiri íhuga að fara sömu leið þá má ljóst vera að upplýsingarnar sem fást úr núverandi gagnasafni verða takmarkaðri en áður var.

Hjá Rannsóknarsetri verslunarinnar er því unnið að því að fá upplýsingar um kortaveltu frá erlendum færsluhirðum og Skarphéðinn ferðamálastjóri segir mikilvægt að fá þær tölur inn í gagngrunninn. Hann efast þó um að það verði einfalt að fá þessar upplýsingar frá útlöndum.

Skarphéðinn bendir líka á annan annmarka við kortatölur Rannsóknarseturs verslunarinnar og það er sú staðreynd að erlend kortaviðskipti í íslenskum netverslunum er hluti af þeirri tölu sem eignuð er erlendum ferðamönnum. Jafnvel þó þarna séu í raun aðeins útlendingar að versla heiman frá sér við íslenskar netverslanir. Þessi velta fer undir flokkinn „Önnur verslun“ og nam veltan í honum um 1,2 milljörðum króna í júní. Hversu stór hluti af upphæðinni tengist netverslun er þó ekki vitað líkt og Túristi hefur áður fjallað um.  

Á það hefur einnig verið bent hjá forsvarsfólki íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja að ferðamenn nota greiðslukort í meira mæli en áður, til að mynda á kostnað bankamillifærslna. Þar með ætti því að fara varlega í að fullyrða að hver og einn ferðamaður eyði meiru í dag en áður líkt og Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Allrahanda Grayline, fjallaði um hér á síðunni.

Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …