„Menn þora ekki að hugsa stórt”

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair, fagnar boðaðri komu Condor til Akureyrar og segist búast við fleirum í kjölfarið. Hann segir þörf á bráðaaðgerðum til að tvö ný hótel rísi í bænum.

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson
Þorvaldur Lúðvík fyrir framan Gránufélagshúsin á Oddeyri. Mynd: Óðinn Jónsson

Við setjumst yfir kaffibolla í Gránufélagshúsunum á Oddeyri, þar sem Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson og starfsfólk Niceair hefur komið sér fyrir um sinn. Frumkvöðullinn er með söguna á hreinu. Gránufélagið var stofnað 1870 eða tæpum 44 árum áður en Eimskipafélag Íslands kom til sögunnar. Þessi félagsskapur eyfirskra og þingeyskra bænda sýndi, þó hann yrði ekki langlífur, að það var von um að Íslendingar sjálfir gætu gert sig gilda í verslunar- og viðskiptamálum. Niceair á það sammerkt með Gránufélaginu að þar er um að ræða tilraun Norðlendinga til að vera sinnar eigin gæfu smiðir - nú í flugsamgöngum frá Akureyri, í vöggu samfellds flugrekstrar á Íslandi. 

Góður markaður á norðanverðu landinu

Margt varð Gránufélaginu mótdrægt en sú saga verður ekki rakin hér. Við erum í nútímanum, á öld túristans. Þorvaldur Lúðvík og aðrir aðstandendur Niceair vilja draga ferðafólk til Norðurlands og um leið veita heimafólki tækifæri á beinu flugi til áfangastaða í Evrópu. 

„Hugsun Gránufélagsmanna var að koma vörum beint á markað erlendis og flytja vörur til baka heim. Varan getur líka verið túrismi.” 

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.