Viðskipti með hlutabréf í flugfélaginu Play hafa verið lítil að undanförnu og þegar Kauphöllin opnaði síðastliðinn föstudagsmorgun hafði veltan með bréf Play numið rétt um eitt hundrað milljónum króna í júlí. Á föstudaginn var veltan hins vegar þrisvar sinnum meiri eða samtals 314 milljónir króna.