Ryanair skilar hagnaði en Covid setur svip á horfurnar

Hið írska Ryanair hagnaðist um 170 milljónir evra, um 24 milljarða króna, á tímabilinu apríl til júní í ár. Þetta kemur fram í uppgjöri sem birt var fyrr í dag. Eins og gefur að skilja er þetta mikil framför frá því sem verið hefur síðustu misseri því heimsfaraldurinn olli miklu tekjutapi hjá Ryanair og öllum öðrum flugfélögum.

Stjórnendur þessa stærsta lágfargjaldaflugfélags Evrópu telja líka of snemmt að útiloka að kórónuveiran muni ekki aftur hafa lamandi áhrif á reksturinn. Þeir segjast þó binda vonir við að hátt hlutfall bólusettra Evrópubúa verði til þess að flugfélög og ferðaþjónustan nái fullum bata. Hættan á að ný afbrigði Covid muni hafa áhrif á reksturinn í haust sé ennþá fyrir hendi.

„Reynsla okkar af ómíkrón síðastliðinn nóvember og innrásinni í Úkraínu í febrúar sýnir okkur að fluggeirinn er ennþá mjög viðkvæmur,“ segir í tilkynningunni.