„Samkeppnin varð til góðs“

„Ég myndi segja að samkeppnin hafi lengst af verið mjög óvægin,” segir Stefán Guðmundsson hjá Gentle Giants í hvalaskoðunarbænum Húsavík. Hann segir að samkeppnin hafi hinsvegar gagnast bænum. Hann er andvígur hugmyndinni um að markaðssetja eigi Ísland fyrir hina ríku. Styrkleiki felist í fjölbreytni.

Stefán Guðmundsson, eigandi Gentle Giants á Húsavík. Mynd: Óðinn Jónsson

Það mun hafa verið í vestranum The Western Code frá árinu 1932 að eftirfarandi setning flaug sem varð að frasa: „Þessi bær er of lítill fyrir okkur báða.” Nú 90 árum síðar komu þessi orð í huga Túrista í heimsókn til Húsavíkur, þar sem rætt var við tvo forkólfa hvalaskoðunarferða á Skjálfanda, Hörð Sigurbjarnarson, stofnanda og aðaleiganda Norðursiglingar, og Stefán Guðmundsson, eiganda og framkvæmdastjóra Gentle Giants. Það hefur stundum verið grunnt á því góða í samskiptum manna þarna fyrir norðan. Átök eða spenna ríkt á viðskiptalegum og pólitískum vettvangi. Væri sú saga öll efni í góða sjónvarpsseríu. 

Hér látum við duga að segja frá Gentle Giants, sem tekist hefur að lifa af grjótharða samkeppni við Norðursiglingu sem á lengri sögu. Stefán er beðinn um prenthæft svar við spurningunni: Hvernig lýsir þú samkeppni Gentle Giants og Norðursiglingar?

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.