Samfélagsmiðlar

Samningaviðræðum haldið áfram í nótt

Þota SAS á flugi við Arlanda flugvöll í Stokkhólmi.

Sá frestur sem flugmenn SAS gáfu vinnuveitanda sínum til að koma til móts við kröfur þeirra rann út á miðnætti að skandinavískum tíma. Viðræðunum verður hins vegar haldið áfram til klukkan ellefu á morgun samkvæmt tilkynningu. Boðað verkfall hefði átt að hefjast aðfaranótt miðvikudags en þá ákváðu viðsemjendur að gefa sér þrjá sólarhringa til viðbótar. Sá frestur rann út nú í kvöld.

Vinnudeilan snýst um umfangsmiklar breytingar á flugrekstri SAS sem hafa það í för með sér að ný dótturfélög taka við flugstarfseminni og eins ráðningasamningum flugmanna. Einnig vilja stjórnendur SAS að flugmenn samþykki kjaraskerðingar og aukna vinnuskyldu.

Flugmenn hafa að hluta til komið til móts við seinni kröfuna en vilja ekki gefa grænt ljós á breytingar á ráðningasamningum. Einnig vilja þeir halda fast í þá reglu að flugmenn séu endurráðnir eftir starfsaldri en ennþá er stór hluti þeirra flugmanna sem misstu starfið í heimsfaraldrinum án atvinnu.

SAS er stærsta flugfélag Norðurlanda og verkfall flugmanna myndi hafa áhrif á ferðalög að minnsta kosti þrjátíu þúsund farþega á dag. Skandinavískir fjölmiðlar fylgjast því vel með gangi mála í kjaraviðræðunum og hafa flutt fréttir í dag af spennunni sem ríkir við samningaborðið í Stokkhólmi.

Á áætlun SAS á morgun eru tvær ferðir til Íslands. Önnur þeirra er frá Kaupmannahöfn og samkvæmt heimasíðu flugfélagsins má gera ráð fyrir að sú verði á áætlun.

Aftur á móti er ferðin frá Ósló til Keflavíkurflugvallar sögð líkleg til að falla niður. Skýringin er sú að Kaupmannahafnarflugið er á vegum dótturfélagsins SAS Connect. Flugmenn sem eru ráðnir hjá því félagi eru ekki á leið í verkfall öfugt við kollega þeirra sem eru í vinnu hjá móðurfélaginu sjálfu en þeir eiga að fljúga þotunni hingað frá Ósló á morgun.

Uppfært: Upphaflega gáfu viðsemjendur sér frest til klukkan fimm í nótt en framlengdu svo um sex tíma í viðbót eða fram til klukkan ellefu, laugardag.

Nýtt efni

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …