Samfélagsmiðlar

Sjálfbærni er nýja leiðarljósið

Mikilvægasta umræðan í ferðaheiminum snýst um það hvernig starfsgreinin fær staðist vaxandi umhverfisvitund og kröfuna um sjálfbærni.

Return í Reynisfjöru

Rútur í Reynisfjöru. Hversu lengi sættir ferðafólk sig við rútur sem knúnar eru jarðefnaeldsneyti?

Þar sem rætt er og skrifað um ferðaþjónustu og framtíð hennar í heiminum er sjálfbærni ævinlega efst á blaði. Augljóst er að íslensk ferðaþjónusta þarf að taka sig á, eins og fram kom í viðtali Túrista við Skarphéðin Berg Steinarsson, ferðamálastjóra. Hann segir íslenska ferðaþjónustu hafa dregist aftur úr, ekki hafi verið lögð nógu rík áhersla á umhverfismálin. Íslensk ferðaþjónusta verði að hafa sjálfbærni að leiðarljósi. 

Ferðaþjónustufyrirtæki um allan heim setja nú sjálfbærni á oddinn – af því að ferðafólkið sjálft gerir það í vaxandi mæli. Sífellt fleiri túristar eru reiðubúnir að kaupa ferðir og þjónustu sem staðfest er að lúti reglum sem gilda um það sem telst sjálfbært. Sérstaklega á þetta við um túrista sem öll lönd vilja laða til sín: fólkið sem er tilbúið að greiða vel fyrir vandaða og umhverfisvænar vörur og þjónustu.

Þessi þróun endurspeglar algjöra hugarfarsbreytingu neytenda sem frömuðir og fyrirtæki í ferðabransanum geta nýtt sem hvata til frekari og róttækari breytinga á greininni. 

Geta Íslendingar lengi enn selt ökuferðir um hringveginn, upp á jökla eða út á sjó, á farartækjum sem brenna jarðefnaeldsneyti?

Bandaríski ferðafjölmiðillinn Skift stóð að ráðstefnu um sjálfbærnimál og birtir myndband á síðu sinni þar sem Jennifer Andre frá Expedia Group ræðir niðurstöður rannsókna fyrrtækisins á viðbrögðum ferðamanna gagnvart sjálfbærni og hvað móti viðhorf þeirra:

Ferðamenn leita stöðugt eftir kostum sem teljast sjálfbærir, t.d. með því að styðja við efnahagslega hagsæld og menningu nærsvæðis, heimsækja fáfarna og lítt þekkta staði – meðfram því að vera almennt uppteknir af umhverfismálum. 

Ferðamenn eru til í að borga meira fyrir sjálfbær matvæli, samgöngur, gistingu og afþreyingu – og eru jafnvel fúsir að fórna þægindum ef þeim bjóðast sjálfbærir og skynsamlegir kostir.

Ferðamenn skortir réttar upplýsingar um það hvernig hafa megi sjálfbærni að leiðarljósi. Þarna vantar meiri trúverðugleika og gagnsæi í miðri upplýsingaóreiðunni. 

Það er ekki nóg að segjast vera sjálfbær eða umhverfisvænn. Sýna verður fram á það með trúverðugum hætti.

Nýtt efni

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …