Samfélagsmiðlar

Sjálfbærni er nýja leiðarljósið

Mikilvægasta umræðan í ferðaheiminum snýst um það hvernig starfsgreinin fær staðist vaxandi umhverfisvitund og kröfuna um sjálfbærni.

Return í Reynisfjöru

Rútur í Reynisfjöru. Hversu lengi sættir ferðafólk sig við rútur sem knúnar eru jarðefnaeldsneyti?

Þar sem rætt er og skrifað um ferðaþjónustu og framtíð hennar í heiminum er sjálfbærni ævinlega efst á blaði. Augljóst er að íslensk ferðaþjónusta þarf að taka sig á, eins og fram kom í viðtali Túrista við Skarphéðin Berg Steinarsson, ferðamálastjóra. Hann segir íslenska ferðaþjónustu hafa dregist aftur úr, ekki hafi verið lögð nógu rík áhersla á umhverfismálin. Íslensk ferðaþjónusta verði að hafa sjálfbærni að leiðarljósi. 

Ferðaþjónustufyrirtæki um allan heim setja nú sjálfbærni á oddinn – af því að ferðafólkið sjálft gerir það í vaxandi mæli. Sífellt fleiri túristar eru reiðubúnir að kaupa ferðir og þjónustu sem staðfest er að lúti reglum sem gilda um það sem telst sjálfbært. Sérstaklega á þetta við um túrista sem öll lönd vilja laða til sín: fólkið sem er tilbúið að greiða vel fyrir vandaða og umhverfisvænar vörur og þjónustu.

Þessi þróun endurspeglar algjöra hugarfarsbreytingu neytenda sem frömuðir og fyrirtæki í ferðabransanum geta nýtt sem hvata til frekari og róttækari breytinga á greininni. 

Geta Íslendingar lengi enn selt ökuferðir um hringveginn, upp á jökla eða út á sjó, á farartækjum sem brenna jarðefnaeldsneyti?

Bandaríski ferðafjölmiðillinn Skift stóð að ráðstefnu um sjálfbærnimál og birtir myndband á síðu sinni þar sem Jennifer Andre frá Expedia Group ræðir niðurstöður rannsókna fyrrtækisins á viðbrögðum ferðamanna gagnvart sjálfbærni og hvað móti viðhorf þeirra:

Ferðamenn leita stöðugt eftir kostum sem teljast sjálfbærir, t.d. með því að styðja við efnahagslega hagsæld og menningu nærsvæðis, heimsækja fáfarna og lítt þekkta staði – meðfram því að vera almennt uppteknir af umhverfismálum. 

Ferðamenn eru til í að borga meira fyrir sjálfbær matvæli, samgöngur, gistingu og afþreyingu – og eru jafnvel fúsir að fórna þægindum ef þeim bjóðast sjálfbærir og skynsamlegir kostir.

Ferðamenn skortir réttar upplýsingar um það hvernig hafa megi sjálfbærni að leiðarljósi. Þarna vantar meiri trúverðugleika og gagnsæi í miðri upplýsingaóreiðunni. 

Það er ekki nóg að segjast vera sjálfbær eða umhverfisvænn. Sýna verður fram á það með trúverðugum hætti.

Nýtt efni

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …