Sjötta þotan til Play

Sjötta Airbus þota flugfélagsins Play er komin til landsins og verður tekin í notkun eftir helgi. Um leið skilar flugfélagið búlgarskri leiguvél en sú er komin til ára sinna á meðan aðrar vélar í flota Play eru nýlegar.

Nýja þotan er af gerðinni Airbus A320neo og var framleidd árið 2017. Hún var fyrst í notkun hjá mexíkóska flugfélaginu Interjet líkt og þrjár aðrar þotur sem Play er nú með á leigu en í félagið er nú með sex Airbus þotur, þrjár A320neo og þrjár A321neo.

Í tilkynningu frá Play segir að félagið hafi flutt hátt í 100 þúsund farþega í júní og miðað við bókunarstöðu þá má búast við að sú tala verði hærri í júlí.