Skipafarþegar fylla miðbæinn

Allir sem leggja leið sína til Akureyrar nú í sumar sjá hversu mikil áhrif komur erlendra lystiskipa hafa á bæinn.

Skemmtiferðaskip á Akureyri
Lystiskip við Oddeyrarbryggju Óðinn Jónsson

Farþegar sem koma með lystiskipum til Akureyrar, Hríseyjar og Grímseyjar verða töluvert fleiri nú í sumar en fyrir heimsfaraldur, voru tæplega 163 þúsund árið 2019 en verða að líkindum um 197 þúsund.

Hluti farþeganna fer í Mývatnssveit með rútum eða kaupir sérsniðnar ferðir af þjónustuaðilum á svæðinu en margir kjósa að verða eftir á Akureyri og skoða sig þar um eða versla. Það mun sannarlega um þennan kúnnafjölda og þeir setja sinn svip á bæinn. Kirkjutröppurnar hafa mikið aðdráttarafl og þar er oft mikill straumur fólks upp og niður.

Búist er við 70 skipum norður í ár í 190 heimsóknum. Bæjarmyndin á Akureyri er því önnur en áður því mörg skipanna eru mjög stór og gnæfa yfir Oddeyrartanga.