Stærsta fréttin í ferðaheiminum fyrir norðan og austan í síðustu viku var tilkynningin um að þriðja stærsta flugfélag Þýskalands, Condor, hæfi áætlunarflug næsta sumar til Akureyrar og Egilsstaða. Á báðum stöðum er fólk bjartsýnt á að þetta marki upphaf að nýrri sókn í ferðamálum. Fleiri flugfélög eigi eftir að koma í kjölfarið. Forsendan fyrir beinum flugtengingum þessara landshluta við útlönd er auðvitað vel búnir flugvellir - og rúmgóðar flugstöðvar. Þar vantar töluvert upp á - sérstaklega á Akureyri. En á Egilsstöðum er staðan miklu betri.